Bækistöðvaferð i Bása 60+

Dags:

mið. 27. júl. 2022 - fös. 29. júl. 2022

Brottför:

Auglýst síðar.

  • Skáli

Jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga margar sælar minningar úr Básum á Goðalandi og oft er sagt að hjarta félagsins slái þar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

Lagt af stað frá Mjódd kl. 10:00 á miðvikudegi og ekið í Bása. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í tveggja tíma göngu í nágrenni skálans, gengin Básahringur með viðkomu í Fjósafuð. Daginn eftir verður haldið af stað upp úr kl. 11 í um það bil 4 tíma göngu. Gengið upp á Réttarfell og þaðan niður í Hvannárgil og áfram að Álfakirkjunni áður en haldið verður á ný í Bása.

Varðeldur um kvöldið. Heimferðadag verður lagt af stað kl: 11:00 og ekið að Steinsholtsgjá. Gengið upp með Norðurhlíðum gjárinnar að Steinsholtsjökli og áfram niður með Steinsholtsá og komið niður hjá Fagraskógi þar sem rútan bíður.

Áætluð heimkoma er á milli kl. 17:00 og 18:00

Verð 36.000 kr.

Nr.

2207L12