Jógaferð til Vestmannaeyja - Fullbókað

Dags:

fös. 16. ágú. 2024 - sun. 18. ágú. 2024

Brottför:

Auglýst síðar

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Útivist býður upp á jógaferð til Vestmannaeyja dagana 16. - 18. ágúst í sumar. Lagt verður af stað á einkabílum frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja. Gist verður í Hraunprýði sem er stór og rúmgóður skáli Skátafélagsins Faxa á Skátastykkinu í Eyjum. Farið verður í gönguferðir alla dagana um þessa fallegu eyju og náttúrunnar notið. Jóga verður gert kvölds og morgna og einnig eftir hentugleikum yfir daginn. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun.

Innifalið í verði er fararstjórn, skálagisting og sigling með Herjólfi.

Fararstjórar í þessari ferð eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar jógakennarar og sjúkraþjálfarar.

Verð 23.000 kr.

Nr.

2408L05