Dags:
lau. 1. jún. 2024
Brottför:
Brottför frá Mjódd kl. 9:00
Þessi viðburður er liðinn.
Uppfært 29. maí
Í ljósi nýjustu tíðinda og eldgoss munum við laga ferðina að aðstæðum á laugardag. Við munum fara þar sem mögulegt er og líta á ummerki eftir umbrotahrinuna sem lauk á þrettándu öld og setja í samhengi við atburðina sem nú eru í gangi.
Á fáum stöðum í heiminum eru fleiri jarðfræðifyrirbæri og jafn aðgengileg á jafn litlu svæði og á Reykjanesskaga. Við kynnumst leyndardómum jarðvísindanna í fylgd staðkunnugs jarðfræðings. Jarðfræði á Reykjanesi skoðuð með Ástu Þorleifsdóttur jarðfræðingi. Ekið á milli staða og farið í stuttar gönguferðir. Við munum fara eftir aðstæðum því ástand mála á Reykjanesi breytist dag frá degi en skoða það sem merkilegast er að gerast í tengslum við þá atburði sem eru að ganga yfir og fleiri jarðfræðifyrirbæri sem eru dæmigerð fyrir Ísland en eru einstök á heimsvísu. Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur. Heildartími í ferð 7 – 8 klst.
Fararstjóri er Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur
Brottför frá Mjódd kl. 9:00