Þvers og kruss um Hengilinn 1

Dags:

lau. 8. jún. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 9:00

Þessi viðburður er liðinn.

Á Háhrygg eru gígar sem gusu í Nesjaeldum fyrir um 1900 árum síðan. Á þessari göngu er skemmtilegt útsýni yfir Þingvallavatn og nágrenni ofan af Hæðum sem er dyngja frá hlýskeiði fyrir um 115 þúsund árum. Gangan hefst við vatnstankana á Háhrygg og er gengið eftir hryggnum en síðan sveigt yfir í Sporhelludal. Að því búnu er gengið vestan við Hátind og Jórutind, upp á Lönguhlíð og upp á Hæðir. Þaðan er gengið niður að Svínahlíð þar sem vel ætti að sjá yfir Þingvallavatn. Að lokum er gengið að Heiðarbæ og gangan endar við gamla Þingvallaveginn. Vegalengd 15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6 klst.

Brottför frá Mjódd kl. 9:00

Fararstjóri María Berglind

Verð 8.800 kr.

Nr.

2406D02
  • Suðvesturland