Ísafjörður – Bolungarvík – Ísafjörður

Dags:

lau. 20. júl. 2013 - sun. 21. júl. 2013

Brottför:

kl. 10:00

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Frá Ísafirði verður gengið til Bolungarvíkur um Ófæru og Óshlíð. Endað í Ósvör. Þátttakendur fluttir til baka í gistingu á Ísafirði. Á öðrum degi verða þátttakendur fluttir aftur til Bolungarvíkur þar sem gangan heldur áfram. Gengið verður framhjá Reiðhjallavirkjun og yfir fjöllin. Komið niður í Seljalandsdal inn í Skutulsfirði. Óbeint framhald þessarar ferðar er sumarleyfisferð á Snæfjallaströnd og í Jökulfirði. Sú ferð er einnig um slóðir bóka Jóns Kalmans, það er Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Þess má geta að Endurmenntun Háskóla Íslands og Fræðslumiðstöð Vestfjarða áforma að bjóða uppá kvöldnámskeið á vordögum þar sem umræddar skáldsögur Jóns Kalmans Stefánssonar verða lesnar og ræddar. Nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is og www.frmst.is.

Fararstjóri er Sigurður Pétursson sagnfræðingur.

Verð 16.000 kr.
Verð 14.000 kr.

Nr.

1307L16
  • Vestfirðir