Guðrún Frímannsdóttir

G. Frímanns.png

Útivera er helsta áhugamál Guðrúnar hvort heldur er að vetri eða sumri.

Byrjaði að ganga með Ferðafélaginu Útivist árið 2001 og fór í fjölda margar ferðir með félaginu næstu tíu árin. Var fararstjóri í nokkrum ferðum á þessum tíma auk þess að sitja í stjórn félagsins.

Guðrún lauk leiðsögumannanámi frá Leiðsögumannaskólanum í Kópavogi árið 2006 með áherslu á gönguleiðsögn.

Eftir sjö ára búsetu á Egilsstöðum (2010-2017) fór Guðrún að ganga á ný með Útivist og taka að sér fararstjórn, auk setu í stjórn félagsins og í ferðanefnd.