Sveinstindur

Bóka gistingu

Gagnlegar upplýsingar

FÉLAGSMENN

Áhugaverðir staðir í nágrenni

  • GPS-hnit N 64°05,176 / V 18°24,946
  • Gistipláss í skála eru 18 talsins
  • Tjaldstæði
  • Salernishús, rennandi vatn yfir hásumarið. EKKI klósettpappír. 
  • Vaskur til tannburstunar fyrir aftan salernishúss.
  • Gashellur til eldunar og eldunaráhöld.
  • Gasofn til upphitunar.
  • Gaskútar eru kjallara skála eða í klósetthúsi.
  • Verð á gistingu í skála:
    • 4.400 kr. fyrir félagsmenn
    • 7.700 kr. fyrir aðra
  • Gistináttaskattur kr. 600 + VSK leggst einnig árið 2024 á hverja gistieiningu.
  • Sveinstindur
  • Langisjór
  • Hringleið um Langasjó
  • Fögrufjöll
  

 Skilmálar

Skálinn við Sveinstind er í grunninn gamall gangnamannaskáli sem félagsmenn í Útivist endurbyggðu árið 1999. Byggt var ofan á gömlu vegghleðsluna og haldið byggingarlagi gamla tímans. Endurbyggingin heppnaðist afskaplega vel og skálinn fellur vel inn í umhverfið. Skaftá rennur rétt hjá skálanum og setur mark sitt á landslagið, sem að miklu leyti er þakið iðjagrænum mosa.Skálavörður er ekki í skálanum, en skálaverðir í Strútsskála og Hólaskjóli hafa eftirlit með honum. Gistingu í skála og tjaldstæði er hægt að greiða hjá þeim, á skrifstofu Útivistar eða í þar til gerðan bauk sem er í skálanum.

Bílvegur liggur alveg heim að skála. Frá veginum um Fjallabaksleið nyrðri (F208) er beygt inn á slóðann að Langasjó (F235). Við suðurenda Langasjávar, rétt undir Sveinstindi, er beygt til austurs og ekið eftir slóða sem fylgir rótum fjallsins. GPS-hnit gatnamótanna er N 64°06,456 / V 018°26,765. Þessum slóða er fylgt að Skaftá og síðan um 1 km til norðurs að skálanum. Fyrri hluta sumars geta verið sandbleytur í slóðanum.

                                        

           

 
          


          



1 / 17

Sveinstindur