Raðgöngur 2024

29. desember 2023

Útivist býður upp á þrjár spennandi dagsraðgöngur árið 2024. 

Í janúar höldum við á suðurströndina og göngum milli Strandakirkju og Knarraróss í þremur áföngum.  Við göngum ströndina frá Strandakirkju í vestri og allt að að Knarrarósi í  í þremur áföngum.  Á leiðinni eru Þorlákshöfn og tvíburabæirnir Stokkseyri og Eyrarbakki og við göngum þar í gegn og lítum á mannlífið.  Á leið okkar upplifum við fjölbreytt dýralíf og náttúru, með Ölfus og Flóann á aðra hlið með sínum landbúnaði og mannlífi en á hina hliðina ströndina og hafið sem hefur margan bátinn gleypt, enda var þarna mikið útræði á fyrri tíð.  Við lítum eftir fjörulífinu, hugum að sögunnt og svo auðvitað vitunum, og hver veit nema við fáum lykil og komumst inn í einn eða tvo slika.

Í október göngum við í fjórum áföngum umhverfis Esju og lokum göngum við nströndina frá Gróttu að Mógilsá í fjórum áföngum í desember.

Dagsferðirnar okkar eru ótrúlega fjölbreyttar kíkið á þær hér.