Dags:
lau. 19. okt. 2024
Brottför:
Brottför frá Mjódd kl. 9:00
Raðganga umhverfis Esju 3. áfangi: Eilífsdalur, Grundarhverfi
Haldið frá Eilífsdal með hlíðum Þórnýjartinds, Tindstaðahnúks, Dýjadalshnúks og Lág-Esjunnar. Sums staðar verður gengið eftir gömlum aflögðum vegum, yfir brú og eftir fjárgötum. Á leiðinni eru margir áhugaverðir staðir svo sem Kerlingagil sem er jarðfræðilega áhugavert. Farið verður um Þjófaskarð en spottakorn fyrir ofan það var bruggað á bannárunum. Þá verður farið um Tíðaskarð þar sem fyrst sást til fólks á leið í messu í Saurbæ á Kjarlanesi. Þaðan liggur leiðin fyrir Blikdal sem er lengsti dalur Esjunnar en þar var haft í seli fyrr á tíð. Gangan endar svo í Grundarhverfi. Vegalengd 18-20 km. Göngutími 7-8 klst.