Dags:
lau. 21. sep. 2024
Brottför:
Brottför frá Mjódd kl. 9:00
Þessi viðburður er liðinn.
Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið. Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst.