Umhverfis Kerlingarfjöll

Dags:

mið. 7. ágú. 2024 - sun. 11. ágú. 2024

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Hér gefst frábært tækifæri til að kynnast Kerlingarfjallasvæðinu sem er á miðbiki hálendisins. Lagt af stað frá Mjódd á miðvikudegi og ekið inn á Kjöl og að Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Þar er gist fyrstu nóttina í skála. Þegar búið er að koma sér fyrir við komuna er farið í göngu á Fannborg og Snækoll. Daginn eftir hefst hringganga um Kerlingarfjöllin eftir Hringbrautinni sem er 47 km. Stikuð þriggja daga leið.  Fyrsta dagleiðin er 17 km að Kisubotnum.  Þar er mjög lélegur skáli og þarf að gista í tjöldum. Önnur dagleiðin er 7 km í Klakk og á leiðinni eru Kisugljúfur skoðuð. Einfaldur skáli er í Klakki en best að gera ráð fyrir tjaldgistingu. Þriðja dagleiðin er 23 km og þá er farið frá Klakk um skarðið milli Ögmundar og Hattar, fram hjá Mæni og að Ásgarði þar sem gist er í skála. Eftir gönguna er hægt að slaka á í baði. Daginn eftir eru Hveradalir skoðaðir og síðan fossarnir Hvinur og Gýgjarfoss í Jökulfalli á heimleiðinni.

Slóði á göngubækling um Kerlingarfjöll.

https://ust.is/library/sida/Umhverfisstofnun/kerlingarfjoll_gonguleidir_kort.pdf 

Félagsverð 85.000 kr.

Nr.

2408L02