Dags:
fös. 20. sep. 2024 - sun. 22. sep. 2024
Brottför:
Brottför kl. 18:00 frá Olís við Hellu
Þessi viðburður er liðinn.
Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa. Farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Dalakofa þar sem gist verður í skála Útivistar. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markarfljótinu. Komið verður við hjá Álftavatni og í Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldaklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl, yfir Hólmsá og í Álftárvatnakrók.
Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson.