Bjarnarfjörður - skíðaferð um páska

Dags:

mið. 27. mar. 2024 - lau. 30. mar. 2024

Brottför:

Sameinast í bíla og farið frá Mjódd kl 17. þann 27 mars.

  • Skáli

-

Bjarnarfjörður3.jpg

Skemmtileg gönguskíðaferð á Strandir fyrri hluta páska í fylgd Stefáns Birgissonar. 

https://www.utivist.is/um-utivist/fararstjorar/stefan_birgisson

Á Ströndum eru oft góð snjóalög þó jörð sé auð sunnan jökla og styttra að aka þangað en margur heldur. Ekið verður á einkabílum í Bjarnarfjörð á miðvikudagskvöld og gist að Laugarhóli í þrjár nætur.   Farið verður í gönguskíðaferðir út frá Bjarnarfirði.

Miðvikudagur 27. mars brottför úr Reykjavík um 17 akstur í Laugarhól er um 3,5 tímar

Fimmtudagur 28. mars má reikna með löngum degi um 7 til 8 tímar. sem gerir um 20 -25 km.

Föstudagur 29. mars verður svipaður og fimmtudagurinn.

Laugardagur 30. mars 4 til 5 tímar. Skroppið verður í laugina áður en farið er heim.

Gist verður í svenpokaplássi á Laugarhóli, https://www.laugarholl.is/

Þar er allt til alls, fín svefnaðstaða og allur aðbúnaður hinn besti. Eldhúsið ásamt öllum aðbúnaði þar (kryddum og olíum líka), borðstofu, setustofu, íþróttasal ásamt 85" smart TV, jógabúnaði, borðtennisborði og fl, sundlaug og náttúrulaug. Almenningur hefur reyndar líka aðgang að lauginni allt árið í kring. 

Innifalið í verði er gisting í þrjár nætur, fararstjórn og páskalambsgrillveisla á föstudaginn langa.

Möguleiki að framlengja dvölina án fararstjórnar fram á sunnudag en þá þarf að greiða gistingu sérstaklega á staðnum.

Verð 39.900 kr.
Verð 39.900 kr.

Nr.

2403H01