Dags:
lau. 5. okt. 2024
Brottför:
Brottför frá Mjódd kl. 9:00
Þessi viðburður er liðinn.
Fyrsti áfangi raðgöngu í kringum Esjuna hefst sunnanmegin við Þverá skammt vestan Hrafnhóla. Á leið upp með ánni glittir í Hátind, næsthæsta tind Esjunnar. Gengið eftir gamalli þjóðleið, sem nú er jeppaslóði, í Svínaskarð á milli Móskarðshnúka og Skálafells. Esjubergsflói er á aðra hönd umkringdur lágum formfögrum fellum. Þegar úr skarðinu kemur opnast sýn í norður en þaðan verður haldið niður Svínadal í gegnum sumarhúsabyggð að Kjósarrétt. Vegalengd 12-14 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.