Fundargerð aðalfundar 2016

Aðalfundur Útivistar 16. mars 2016

Fundargerð

 

Fundarstjóri:         Gylfi Arnbjörnsson

Fundarritarar:       Hulda Guðmundsdóttir og Áslaug Arndal

Fundartími:          Fundur settur kl. 20:00

Staðsetning:          Garðyrkjufélag Íslands, Síðumúla 1, Reykjavík

Viðstaddir:                  Stjórn og kjarni Útivistar ásamt almennum félagsmönnum (sbr. þátttökulista).

 

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu
  3. Kosning í nefndir og embætti
  4. Kosning í kjarna
  5. Kosning formanns
  6. Lagabreytingar
  7. Önnur mál

Efni fundarins:

Þórarinn Eyfjörð setti fundinn og stakk upp á Gylfi Arnbjörnssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt. Þórarinn stakk upp á Huldu Guðmundsdóttur og Áslaugu Arndal sem fundarriturum og var það samþykkt.

Gylfi kannaði lögmæti fundarins og reyndist hann lögmætur.

  1. Skýrsla stjórnar

Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2015 og sagði frá starfsemi félagsins. Þórarinn gerði grein fyrir stjórnarmönnum og starfsmönnum á skrifstofu og er skýrslan lögð fram sem fylgiskjal. Þórarinn sagði síðan frá því helsta sem gerðist á árinu 2015 og er hér stiklað á stóru úr skýrslunni.

Félagsmenn eru á bilinu 1300-1400, virki fararstjórar um 70-80. Um 200-300 félagsmenn tóku þátt í starfinu. Tjaldgestir eru yfirleitt á bilinu 5-10 þúsund. Sumarið var erfitt ferðasumar en þó komu skálar vel út í nýtingu. Ferðaáætlun var gefin úr í 80000 eintökum og dreift mjög víða.

Félagið varð 40 ára á árinu 2015. Þann 21. mars 2015 var formleg afmælisveisla haldin í Kópavogi og tóku um 250 manns þátt. Árni Jóhannsson var gerður að heiðursfélaga. Ýmsar afmælisferðir voru farnar á árinu.

Félagið gaf sér afmælisgjöf og var hún að gefa út sögu félagsins á 50 ára afmælinu sem verður 2025. Gagnasöfnun er hafin.

Starfið sem innt var af hendi í skálum félagsins var mjög mikið.

Útivistargírinn. Útivistarræktin hefur verið starfrækt í 20 ár. Gerðar voru breytingar á henni og Útivistargírinn stofnaður. Ákveðinn hópur stýrir og ber ábyrgð á honum.

Deiliskipulagsvinna. Búið að samþykkja deildiskipulagstillögur fyrir Þórsmörk og Goðaland. Sveitarstjórn Rangárþings eystri samþykkti deiliskipulagið í vikunni fyrir aðalfundinn. Félagið gerði athugasemdir varðandi byggingareiti undir Bólfelli sem ekki var tekið tillit til og mun félagið fylgjast með framvindu mála.

Strútslaug: Sveitarfélagið samþykkti umsókn félagsins til deiliskipulagsgerðar fyrir umhverfi Strútslaugar og styrkti Framkvæmdasjóður ferðamannastaða gerð hennar. Afgreiðsla tillögunnar tafðist þar sem sveitafélagsmörk voru óljós en er nú búið að finna rétt sveitarfélagsmörk. Ferlið mun halda áfram á þeim hraða sem stjórnsýslan leyfir.

Básar: Ýmislegt var gert, s.s. að lokið við frágang á nýrri Básabínu, salernisaðstaða í stóra skála var endurgerð, ný upplýsingaskilti voru sett upp, öflugar brýr voru smíðaðar og fleira. 

Hönnun á göngubrú yfir Markarfljót lauk 15.03.2015. Útboðsgögn tilbúin en ekki búið að fjármagna framkvæmdina. Mögulega hægt að byrja framkvæmdir næsta haust.

Stækkun á stíflu við vatnsbólið var undirbúin og verða 600 sandpokar notaðir til að mynda stífluvegg. Þeir verða tilbúnir til flutnings í byrjun sumars.

Breyting var gerð á umsjónarfyrirkomulagi í Básum. Ráðinn var einn yfirumsjónarmaður í stað þess að margir sinni starfinu yfir sumarið. Aðstoðarmenn koma yfirumsjónarmanninum til aðstoðar á ákveðnum tímabilum.

Greiningarfundur haldinn með yfirumsjónarmanni til að ræða nauðsynleg verkefni í Básum. Mest þörf er fyrir endurbætur er á salernisaðstöðu í „Litlu-Ljót“ og aðstöðu fyrir dagsferðagesti, ásamt fleiru.

Fimmvörðuháls: Skálinn á 5VH þarfnast endurnýjunar og hugsanlega sett upp vindmylla til að tryggja rafmagn.

Vefurinn: Nýr vefur var tekinn í notkun í lok árs 2012. Hann hefur  auðveldað skráningu í ferðir og létt á skrifstofunni.

Leigusamningar: Samþykktir voru leigusamningar við Skaftárhrepp um afnot og rekstur skála í Sveinstindi, Skælingum og Álftavötnum og gilda þeir til 10 ára með endurskoðunarákvæðum.

Tindfjallasel: Samningar tókust við Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur um að Útivist muni ljúka við skálann í Tindfjöllum, Tindfjallasel. Samningurinn gildir til nóvember 2030 með sameiginlegum afnotum af skálanum.

Dalakofinn: Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf varðandi Dalakofann. Frágangur samnings er í vinnslu.

Rangárþing ytra: Auglýsti byggingarlóð við Álftavatn. Útivist sótti um lóðina ásamt heimamanni og hreppti hann hnossið. Farið var austur og rætt við heimamenn um samstarf sem verður hugað að síðar.

Húsnæðismál: Stjórnin hefur rætt um þörf á hentugra og betra húsnæði fyrir skrifstofu. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum þó ýmislegt hafi verið skoðað.

Náttúruvernd og almannaréttur: Félagið er virkt í málefnum um verndun náttúrunnar og hálendisins. Vonbrigði voru með nýju náttúruverndarlögin því þau virðast hvatning og opni leið til landeigenda og til að rukka fyrir umgengni um landið.

Þórarinn bar þakkir til starfsmanna félgsins, fararstjóra, skálavarða, sjálfboðaliða og Kjarna. Sjá nánar í skýrslu stjórnar.

  1. Reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu

Skúli Skúlason framkvæmdastjóri fór yfir reikninga félagsins og helstu tölur um þátttöku í ferðum á liðnu ári. Reikningarnir voru lagðir fram sem fylgiskjal.

Ferðaárið: Skúli kynnti fjölda farþega og fjölda fjölda ferða á árinu 2015 og sagði frá framlegð í ferðum og skálum. Árið 2015 var sérstakt ár hvað veður snertir. Snjór var mikill framan af sumri og mikið um niðurfellingu ferða. Samdráttur var í tekjum af ferðum en veruleg tekjuaukning af skálagistingum. Rekstrarárangur ársins var rúmar 6,2 milljónir. Stigið var á bremsuna með framkvæmdir þar sem sumarið leit illa út. Skapar þörf fyrir framkvæmdir síðar.

Rekstraráætlun: Skúli kynnti fyrst forsendur að baki rekstraráætlun fyrir árið 2016 og síðan áætlunina sjálfa.

Umræður um skýrslu stjórnar og reikningana: Oddur spuði um ætlunina að bjóða nýjum félögum fríar ferðir og spurði hvað er nýr félagi? Skúli svaraði: Nýr félagi fær eina dagsferð fría til að byrja með. Oddur: Hvað fá þá eldri félagar í staðinn? Þórarinn spurði hvort félagsmönnun finndist óljóst hvað fæst út úr því að vera félagsmaður?

Samþykkt skýrslu stjórnar og reikninga: Gylfi bar skýrslu stjórnar upp til samþykktar og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Gylfi bar síðan reikninga félagsins undir atkvæði og voru þeir samþykktir samhljóða.

  1. Kosning í nefndir og embætti félagsins

Skúli kynnti starf uppstillingarnefndar og gaf Jóhönnu orðið. Í uppstillingarnefnd voru Jóhanna Benediktsdóttir og Hákon Gunnarsson. Jóhanna kynnti uppstillingu fyrir eftirfarandi nefndir og ráð til næstu tveggja ára.

Langferðanefnd

Nefndina skipa 5 manns. Í kjöri eru 3 af 5. Kjör samþykkt með lófataki.

Í nefndinni eru:

-          Snorri Guðjónsson

-          Kristjana Ósk Birgisdóttir

Kjörnir 2016:

-          Guðmundur Örn Sverrisson

-          Hrönn Baldursdóttir

-          Snorri Sigurðsson

 

Dagsferðanefnd

Nefndina skipa 5 manns. Í kjöri eru 2 af 5. Kjör samþykkt með lófataki.

Í nefndinni eru:

-          Ásta Gunnarsdóttir

-          Gunnar Bragi Ólason

-          Steinar Frímannsson

Kjörnir 2016:

-          Guðrún Guðmundsdóttir

-          Ingvi Stígsson

Jeppanefnd

Nefndina skipa 5 manns. Í kjöri eru 2 af 5. Kjör samþykkt með lófataki.

Í nefndinni eru:

-          Gnýr Guðmundsson

-          Jón Viðar Guðjónsson

-          Tryggvi V. Traustason

Kjörnir 2016:

-          Gylfi Arnbjörnsson

-          Þórarinn Eyfjörð

Myndanefnd

Nefndina skipa 5 manns. Í kjöri eru 3 af 5. Kjör samþykkt með lófataki.

Í nefndinni eru eftirtaldir:

-          Grétar W. Guðbergsson

-          Guðrún Hreinsdóttir

Kjörnir 2016:

-          Björk Guðbrandsdóttir

-          Guðbjartur Guðbjartsson

-          Gunnar S. Guðmundsson

Laganefnd

Nefndina skipa 5 manns. Í kjöri eru 2 af 5. Kjör samþykkt með lófataki.

Í nefndinni eru eftirtaldir:

-          Ingibjörg Ásgeirsdóttir

-          Leifur Jónsson

-          Ragnheiður Hermannsdóttir

Kjörnir 2016:

-          Anna Soffía Óskarsdóttir

-          Gunnar Hólm Hjálmarsson

Kaffinefnd

Nefndina gera skipað allt að 15 manns. Í kjöri eru 8 af 15 en 6 manns buðu sig fram. Kjör samþykkt með lófataki.

Í nefndinni eru eftirtaldir:

-          Anna Atladóttir

-          Elín Traustadóttir

-          Halla Einarsdóttir

-          Hlédís Hálfdánardóttir

-          Ingunn Jónsdóttir

-          Kristjana Kristjánsdóttir

-          María Jónatansdóttir

Kjörnir 2016:

-          Áslaug Arndal

-          Edda Haraldsdóttir

-          Hrafnhildur Þórðardóttir

-          Kristín Gunnarsdóttir

-          Sigurrós Kristjánsdóttir

-          Sveinn Davíðsson

Skoðunarmenn reikninga

Skoðunarmenn eru kjörnir á hverju ári, 2 aðalmenn og 2 til vara. Kjör samþykkt með lófataki.

Kjörnir 2016:

Aðalmenn

-          Árni Jóhannsson og Friðbjörn Steinsson.

Varamenn:

-          Arnold B. Bjarnasson og Bergþóra Bergsdóttir.

  1. Kosning í kjarna félagsins

Alls eiga 36 beint kjörnir félagar sæti í Kjarna, auk fimm heiðursfélaga í Útivist, ásamt nefndarmönnum og stjórn. Kjósa á 18 manns á hverju ári beint í kjarna skv. lögum félagsins. Þeir sem eru í kjöri skv. uppstillingarnefnd stóðu upp og kynntu sig.

 

Heiðursfélagar í kjarna eru:

-          Arnold Bjarnason (heiðursfélagi)

-          Árni Jóhannsson (heiðursfélagi)

-          Jóhanna Boeskov Lárusdóttir (heiðursfélagi)

-          Lovísa Christiansen (heiðursfélagi)

-          Óli G H Þórðarson (heiðursfélagi)

 

Fulltrúar í kjarna (kjörnir 2015)

Kjörnir fulltrúar í kjarna 2016

  1. Berglind Þórhallsdóttir
  2. Birgir Sigdórsson
  3. Gísli Sigmundsson
  4. Guðbjörn Margeirsson
  5. Gunnhildur L. Sigurðardóttir
  6. Halldís Hallsdóttir
  7. Halldór Jón Theodórsson
  8. Heimir Sæberg Loftsson
  9. Helgi S. Jónsson
  10. Jón Sigurðsson
  11. Kristinn Atlason
  12. Linda Udeengard (í stjórn)
  13. Oddur Friðriksson
  14. Reynir Þór Sigurðsson
  15. Sigurður Jóhannsson
  16. Stefán Þ. Birgisson (í stjórn)
  17. Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir
  18. 18.        Þráinn V. Þórisson
    1. Árni Reykdal
    2. Ása Ögmundsdóttir
    3. Ásgeir Einar Steinarsson
    4. Ásta Gunnarsdóttir
    5. Ásta Óladóttir
    6. Einar Aðalsteinsson
    7. Emilía Magnúsdóttir
    8. Helga Kristinsdóttir
    9. Hulda Guðmundsdóttir
    10. Ingi Rúnar Bragason
    11. Ingibjörg Eiríksdóttir
    12. Jón Gunnar Hilmarsson
    13. Kristinn K. Dulaney
    14. Kristján Erling Þórðarson
    15. Ragnheiður Óskarsdóttir
    16. Rúnar J. Hjartarson
    17. Sverrir Andrésson
    18. 18.      Vala Friðriksdóttir
 

 

Kjör samþykkt með lófataki.

 

Stjórn Útivistar árið 2016-2017 skipa:

-          Guðrún Inga Bjarnadóttir

-          Guðfinnur Þór Pálsson

-          Hannes Snorri Helgason

-          Hákon Gunnarsson

-          Kristjana Ósk Birgisdóttir

-          Linda Udengaard

-          Stefán Þ. Birgisson

-          Þórarinn Eyfjörð

Stungið var upp á að tekið yrði kaffihlé og var það samþykkt.

  1. Kosning formanns

Þórarinn Eyfjörð bauð sig fram til formanns. og var hann sjálfkjörinn.

  1. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar að þessu sinni.

  1. Önnur mál

Gísli Sigmundsson: Vitnaði í ræðu formanns með ferlíkið Bása sem gefa stóran hluta tekna Útivistar. Gísli vill auka þjónustustigið í Básum til að auka tekjur, t.d. með greiðasölu, sem komi áður en brúin yfir Markafljót kemur og þá viti fólk hvað er að hafa í Básum. Finnst vanta að félagið sé tilbúið til að nútímavæða Bása meira sem rekstrareiningu.

Bubbi: Spurði um Strútslaug, það sem hefur grafist undan henni og hvað hafi verið gert. Skúli sagði að bráðabirgðaviðgerð hefði farið fram, varanleg lausn í skipulagstillögum, aðeins erfitt vegna óvissu um landamörk Skaftárhrepps og Rangárþings.

Hildur: Finnst vanta meiri strúktúr í félagið og gagnsæi. Vill fá fundargerðir frá stjórnar- og kjarnafundum á netið svo félagi sem ekki kemst á fundina geti verið þátttakandi.

Fundarstjóri lokaði liðnum „Önnur mál“ og gaf Þórarni orðið.

 

Þórarinn sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að birta fundargerðir og að félagið þyrfti að vera harðara að fylgja eftir að fundargerðir séu skrifaðar á kjarnafundum.

Þórarinn ræddi um Bása og velti fram spurningu um hvort félagið vilji fara í rekstur veitingasölu? Hann sagði að niðurstaða á síðasta kjarnafundi hafi verið sú að boða til vinnudags um vilja félagsins með Bása. Þar muni koma fram vilji kjarna varðandi Bása. Stjórnin boðar fundinn.

Þórarinn þakkaði Gísla fyrir formennslu í Básanefndinni þar sem Gísli ætlar að hætta sem formaður þó svo hann ætli að vera áfram með í nefndinni.

Þórarinn sagði að lögð hafi verið fram rekstraráætlun sem miði að meðalári en sagðist vona að sumarið verði sólríkt.

Formaður þakkaði embættismönnum og öllum öðrum fyrir starfið og klappað var fyrir starfsmönnum félagsins. Hann þakkaði Kjarna fyrir góðan fund og sleit fundi kl. 21:44.

 

Fylgiskjöl: Gögn um lögmæti fundarins, þátttökulisti, ársskýrsla og ársreikningar Útivistar, kjörgögn í nefndir, embætti og í kjarna eru geymd á skrifstofu félagsins.

 

Staðfest fundarritun:

Hulda Guðmundsdóttir

Áslaug Arndal