
Auður hóf fararstjóraferil sinn hjá Útivist vorið 2018 en áður hafði hún verið virk í starfi félagsins, s.s. í dagsferðum, hjólaferðum og í Útivistargírnum.
Auður er miðaldra amma sem þykir fátt skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni, bæði innanlands og utan. Hún ferðast gjarnan um heiminn á hjóli og gengur þess á milli um hóla og hæðir.
Auður hefur lokið námskeið í skyndihjálp í óbyggðum og námskeiði í rötun og hefur nýlega tekið sæti í Kjarna Útivistar.
Mottó Auðar er “skítugu börnin skemmta sér best” enda kemur hún yfirleitt skítugust allra heim.
Sími: 844-5733 – netfang: audur.johannsdottir@gmail.com
Auður er fararstjóri í eftirfarandi:
Útivistargírinn
Þrekhópur
Útivistarlífið