Skjaldbreiður

Dags:

lau. 30. ágú. 2025

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl 8:00

Gangan hefst frá línuvegi sem beygt er inn á af Kaldadalsvegi. Gengið er á fjallið úr norðri, eftir hraunbreiðu og í stórgrýttu undirlagi upp eftir hlíðum fjallsins alla leið upp á topp þar sem gaman er í góðu veðri að ganga eftir gígbörmum Skjaldbreiðar. Af Skjaldbreið er fallegt útsýni yfir Þingvallasveit í suðri en Langjökul, Þórisjökul, Hofsjökull og Kerlingafjöll til norðurs. Komið er niður fjallið á sama stað og gengið er upp.

Vegalengd göngu 10-11 km. Hækkun 500-600 metrar, 1-2 skór.

Ferðin er sameiginleg með Fjallabralli.

Verð 23.000 kr.
Félagsverð 17.500 kr.

Nr.

2509D01
  • Suðvesturland