Kálfstindar

Dags:

lau. 3. jún. 2023

Brottför:

kl. 08:00 frá Mjódd.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Kálfstindar eru 826 m.y.s. og blasa við frá Þingvöllum. Gangan hefst við Laugarvatnsvelli og gengið um Barmaskarð og vestan við Reyðarbarm. Gengið á hæsta tindinn. Til baka niður á Laugarvatnsvelli verður farið um Flosaskarð. Þar á Flosi á Svínafelli að hafa riðið með fylgdarlið sitt til að forðast fyrirsát Kára Sölmundarsonar. Vegalengd 10-12 km. Göngutími 5-6 klst. Hækkun 600.

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2306D01