Eiríksvarða

Dags:

lau. 15. apr. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Þessi viðburður er liðinn.

Efst á dyngjunni Selvogsheiði eru gígar sem nefndir eru Hnúkar. Þaðan verður gengið að Strandargjá og síðan vestur Svörtubjörg að Eiríksvörðu sem hlaðin var af séra Eiríki í Vogsósum. Hann var talinn göldróttur og sagði að Selvogur yrði ekki rændur á meðan varðan væri óröskuð. Fjallsbrúninni ofan Hlíðarvatns fylgt allt að Mosaskarði en þaðan liggur leiðin niður að sjó í Herdísarvík. Vegalengd um 15 km. Göngutími 6 klst. Hækkun um 150 m.

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 8.600 kr.

Nr.

2304D03