Vörðutindur (1057 m)

Dags:

fös. 9. jún. 2023 - sun. 11. jún. 2023

Brottför:

sjá textalýsingu

Vörðutindur (1057 m.y.s.) liggur milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls og er hæsti tindur Heinabergsfjalla. Þessi ganga liggur um leiðir sem fáir fara um og er fyrir vant göngufólk.

Ekið austur á eigin vegum á föstudeginum og sér hver og einn um sína gistingu. Á laugardeginum hittist hópurinn kl. 8:00 á bílastæðinu við Heinabergslón og dagurinn nýttur í göngu á Vörðutind. Farið er um jökulurð, skriður, gil og læki og gengið að hluta til á snjó. Heimferð á sunnudegi.

Göngulengd 10-11 km. Hækkun 970 m. Göngutími 10-11 klst.

Verð 12.000 kr.

Nr.

2306H01