Dags:
mán. 16. jan. 2023 - lau. 27. maí 2023
Brottför:
ATH! Uppselt er í hópinn. Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.
Everest hópur Útivistar mun fara aftur af stað með nýju sniði í ársbyrjun 2023. Farið verður á þrjá jökla á tímabilinu. Áður en farið er í jöklaferðirnar verða undirbúningsgöngur á áhugaverð fjöll í nágrenni Reykjavíkur, sem eru m.a. Esjan, Skarðsheiði, Botnsúlur og Hengill.
Hópurinn er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga á fjöll að vetri til og fara í jöklaferðir að vori. Ekki er sett krafa um reynslu að gönguferðum þó það sé vissulega kostur.
Erfiðleikastig: Göngurnar eru „miðlungs erfiðar“ í byrjun og verða síðan meir kerfjandi þegar líður á dagskrána. Hentar þeim sem eru í ágætu líkamlegu formi og vilja auka það jafnt og þétt.
Í mörgum ferðum er gerð krafa um jöklabúnað, það er ísexi, mannbrodda, göngubelti og karabínur. Farið verður yfir notkun á jöklabúnaði og öðrum öryggisbúnaði í vetrarferðum.
Fjöldi ferða eru 10 sem skiptist í 3 kvöldferðir, 6 dagsferðir, ein helgarferð ásamt fræðslukvöldi. Heildar hæðarhækkun í ferðunum er um 8.850 metrar (hæð Mt. Everest er 8.848) og heildar vegalengd um 130 km. Dagsferðirnar eru á laugardögum og kvöldferðirnar á miðvikudagskvöldum kl. 18.
Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap.
Áskilinn er réttur að breyta dagskrá meðal annars vegna veðurs eða annarra aðstæðna.
Umsjónaraðilar: Ingvar Júlíus Baldursson, Auður Jónasdóttir og Steinar Sólveigarson.
Dagskrá:
Dagur
|
|
Ferð
|
Gönguleið
|
Km
|
Hækkun (m)
|
Gráða
|
16. jan
|
Mánud.
|
Fyrirlestur
|
Fræðslufundur
|
|
|
|
21. jan
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Esjan
|
6
|
600
|
2
|
8. feb
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Sleggjubeinsskarð
|
4
|
300
|
2
|
25. feb
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Skarðsheiðin
|
14
|
750
|
3
|
8. mars
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Esjan
|
5
|
500
|
2
|
18. mars
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Vestursúla í Botnssúlum
|
15
|
1.000
|
3
|
12. apr
|
Miðvikud.
|
Kvöldferð
|
Skálafell
|
8
|
600
|
2
|
20. apr
|
Fimmtud.
|
Dagsferð
|
Snæfellsjökull
|
14
|
1.000
|
3
|
28.-30. apr
|
Föst.-Sunnud.
|
Helgarferð
|
Tindfjöll / Tindfjallajökull
|
18
|
900
|
3
|
28.-30. apr
|
Föst.-Sunnud.
|
Helgarferð
|
Tindfjöll
|
5
|
400
|
2
|
13. maí
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Ljósufjöll eða Hengill
|
15
|
1.000
|
3
|
27. maí
|
Laugard.
|
Dagsferð
|
Eyjafjallajökull
|
24
|
1.800
|
4
|
|
|
|
Samtals
|
128
|
8.850
|
|