Dags:
lau. 12. feb. 2022
Brottför:
Kl. 09:00 frá Mjódd
Þessi viðburður er liðinn.
Gangan hefst við Valahnúk og er gengið að Gunnuhver. Frá hvernum er haldið að Sýrfelli. Farið er upp á Sýrfell en þaðan er gott útsýni yfir nærliggjandi gígaraðir. Frá Sýrfelli er farið út í Stampahraun, en þau eru tvö, það yngra frá um 1226 og hið eldra er um 1500-1800 ára gamalt. Leiðin liggur um hraunið að Kerlingabás,gíg sem sjórinn er að mestu búinn að eyða. Á leiðinni er fjöldi gíga og aðrar áhugaverðar hraunmyndanir. Frá Kerlingabás er stutt að fara aftur að Valahnúk.
Vegalend er um 13 km. Uppsöfnuð hækkun um 280 m. Göngutími 4-5 tímar.
Fararstjóri er Páll Arnarson
Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.