Kattartjarnarleið

Dags:

lau. 26. sep. 2020

Brottför:

kl. 9:30

Vegna veðurspá getur verið að ferðin verði færð yfir á sunnudag (spáin gæti breyst)
Fylgist með á heimasíðunni, eða hringið á skrifstofu eftir kl. 12:00 virka daga.


Kattartjarnarleið er skemmtileg dagleið um fjölbreytt og fagurt svæði. Gangan hefst við Ölfusvatnsá og farið upp með ánni og hún vaðin (fer þó eftir aðstæðum). Gengið verður um Tindagil austan við Hrómundartind, meðfram Kattartjörnum og þaðan niður Reykjadal. Tekið verður gott stopp við Reykjadalsá og gefst göngufólki tækifæri til að baða sig í ylvolgri ánni áður en haldið verður síðasta spölinn niður dalinn. Göngutími 5 – 6 klst. Hækkun 500 m.

Fararstjórar eru Páll Arnarson og Guðmundur Örn Sverrisson. Brottför frá BSÍ.

Gott er að hafa vaðskó og sundfatnað með í þessa ferð.

Verð til félagsmanna kr. 6.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.


Verð 5.850 kr.

Nr.

2009D03
  • Suðvesturland