Þingvellir 2: Hagavík – Heiðarbær

Dags:

lau. 17. okt. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Frá Hagavík liggur leiðin um gamla götu norður með Þingvallavatni yfir Nesjahraun að Nesjum. Áfram norður Grafning um Hestvík og Símonarbrekku, undir Jórukleif að Svínanesi. Göngunni lýkur við Heiðarbæ. Nánast engin hækkun. Vegalengd 11-12 km.

Vegna samkomutakmarkana er ferðinni frestað um óákveðinn tíma.

Verð til félagsmanna kr. 6.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri Guðrún Hreinsdóttir.

Verð 5.850 kr.

Nr.

2010D04
  • Suðvesturland