Páskaganga 1: AFLÝST

Dags:

lau. 20. apr. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin fellur niður vegna lítillar þátttöku.

Strandarkirkja í Selvogi stendur á fallegum stað við ströndina þar sem brimaldan brotnar. Þaðan verður haldið upp að Hnúkum sem einnig hafa verið kallaðir Kvennagönguhólar vegna þess að í kaþólskum sið áttu allir að koma a.m.k. einu sinni á ævinni að krossinum í Kaldaðarnesi en konur voru þó undanþegnar þessu skilyrði því það var nóg fyrir þær að sjá krossinn tilsýndar. Frá hólunum  sást fyrst til krossins þegar fólk kom af Suðurnesjum en þaðan verður gengið niður á veg á móts við Keflavík. Vegalengd 18 km. Hækkun 100 m. Göngutími 6-7 klst.

Fararstjóri verður Páll Arnarson, farsími 693 7513.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Nánari upplýsingar um raðgönguna.

Verð 5.400 kr.

Nr.

1904D03