Lágaskarðsleið - Raufarhólshellir FELLUR NIÐUR

Dags:

sun. 22. apr. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gömul þjóðleið gengin í fótspor feðranna. Gangan hefst við skátaskálann Dalakot beint á móti skíðaskálanum í Hveradölum. Þaðan er haldið um Lágaskarð á milli hrauns og hlíðar að Eldborg við Þrengli. Að lokinni uppgöngu á Eldborg er gengið milli hrauns og hlíðar austur með Lönguhlíð og endað við Raufarhólshelli. Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

ATH.: Ferðin fellur niður vegna ónógrar þátttöku.

Fararstjóri er Guðmundur Örn Sverrisson.

Verð 7.500 kr.
Verð 4.500 kr.

Nr.

1804D04
  • Suðvesturland