Dags:
fös. 7. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023
Brottför:
kl. 8:00 frá Mjódd.
Um er að ræða þriggja daga ferð frá Heklurótum að Landmannalaugum. Á fyrsta göngudegi er gengið frá Rjúpnavöllum upp með Ytri-Rangá, að upptökum hennar og yfir Sölvahraun í Áfangagil þar sem gist verður í skála. Á öðrum göngudegi er gengið frá Áfangagili í Landmannahelli og gist þar. Á leiðinni ber margt fyrir augu og ósnortin náttúran svíkur engan. Á síðasta göngudegi er gengið frá Landmannahelli í Landmannalaugar og rúta tekin til byggða.
Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.