Fjallfarar vorönn 2024

Dags:

mið. 10. jan. 2024 - lau. 25. maí 2024

Tími:

Fjallfarar Útivistar er fyrir einstaklinga sem hafa reynslu af gönguferðum og vilja ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og með ágætri hækkun. Göngurnar eru miðlungs erfiðar göngur (2-3 skór). Kvöldgöngurnar eru 7 – 10km langar og dagleiðirnar eru 12 – 20km. Hækkunin er frá 300m – 1100m.

Fjallfarar ganga saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði og er dagskránni tvískipt yfir árið. Annars vegar frá janúar til og með maí og hins vegar frá lok ágúst og fram í desember. Kvöldgöngurnar eru að jafnaði annan miðvikudag í mánuði og dagsferðirnar fjórða laugardag í mánuði. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður gangan færð yfir á sunnudag sömu helgi.

Farið er á eigin bílum í flestar göngur en ef nauðsynlegt er sameinast í bíla þá er það á ákveðnum stöðum í borginni og kemur það fram í hverjum viðburði fyrir sig. Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18:00 og þarf þá að vera búið að keyra að upphafsstað göngunnar.

Mikilvægt er að hafa viðeigandi útbúnað og fatnað og hafa reynslu af því að nota hann. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum Facebook hópi Fjallfara eða með tölvupósti fyrir þá sem þess óska.

Fararstjórar Fjallfara eru: Guðrún Svava Viðarsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Margrét Harðardóttir.

Áskilinn er réttur að breyta dagskrá ef þörf er á vegna veðurs eða annarra aðstæðna.

Dagskrá vorönn 2024:

Janúar    
Kvöldganga 10.1.2024 Ásfjall og Vatnshlíð kringum Ástjörn
Dagsganga 27.1.2024 Jósepsdalur og Eldborgir
Febrúar    
Kvöldganga 14.2.2024 Húsfell
Dagsganga 24.2.2024 Hestfjall í Grímsnesi
Mars    
Kvöldganga 13.3.2024 Úlfarsfell allir tindar
Dagsganga 23.3.2024 Ingólfsfjall
Apríl    
Kvöldganga 10.4.2024 Esjan ganga
Dagsganga 27.4.2024 Stóri-Reyðarbarmur og/eða Kálfstindar
Maí    
Kvöldganga 8.5.2024 Geitafell í Þrengslum
Dagsganga 25.5.2024 Búðir - Arnarstapi á Snæfellsnesi - löng dagsferðVerð 48.000 kr.

Nr.

2400P01