Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar

Dags:

lau. 26. okt. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 9:00

Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar

„Esjan glóir, gulli lík“ segir í Breiðfirðingavísum Ólínu Andrésdóttur og það eru orð að sönnu. Um það hvaða hluti Esjunnar er fallegastur má deila en þar sem gangan hefst eru stórfengleg gljúfur og gil. Frá þeim hefur runnið mikið magn af jarðvegi svo myndast hafa aurkeilur sem í tímans rás hafa tekið af tún og bæi. Í Kjalnesingasögu er getið um Esju sem var forn í brögðum og bjó hún á Esjubergi. Þar verður gengið fyrir ofan tún og síðan stiklað yfir Gljúfurá. Á leið austur með Esjunni má njóta haustlitanna þar sem gengið verður eftir skógarstígum. Vegalengd 18-20. Göngutími 6-8 klst.

Verð 8.800 kr.

Nr.

2410D04