Dags:
lau. 16. sep. 2023
Brottför:
kl. 09:00 frá Mjódd.
Mjög víðsýnt er af Kvígindisfelli. Gangan hefst rétt sunnan við Biskupsbrekku og farin þægileg gönguleið á Kvígindisfell (783m.y.s.). Þegar haldið verður niður af fjallinu er stefnan tekin norður fyrir Hvalvatn á lítið fell sem heitir Veggir. Þaðan liggur leiðin niður með Glym og endar við Stóra Botn í Botnsdal. Vegalengd 16 km. Göngutími 7 klst. Hækkun 470 m.
Innifalið í verði fararstjórn og rúta.