Hafursfell

Dags:

lau. 26. ágú. 2023

Brottför:

kl. 08:00 frá Mjódd.

Austarlega á Snæfellsnesi rétt við þjóðveginn rís Hafursfell. Fjallið er umfangsmikið og tindótt og inn í það skerast margir dalir. Í næsta nágrenni eru mörg áberandi fjöll og umhverfið er fagurt. Gengið verður á Hafursfell frá bænum Dalsmynni, um Þverdal og á toppinn. Vegalengd 8-9 km. Göngutími 5-6 klst. Hækkun 700 m.

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 11.300 kr.

Nr.

2308D04