
Sverrir hóf fararstjórn fyrir Ferðafélagið Útivist á vormánuðum 2019.
Útivistarfræinu hjá Sverri var plantað á barnsaldri því fjölskyldan fór alltaf í nokkrar tjaldútilegur á sumrin þegar hann var krakki. Sá hinn sami var hins vegar afspyrnulatur við að ganga eitthvað, alltaf síðastur!
Sverrir var einnig hluta úr fjórum sumrum í Þórsmörk, frá níu ára til tólf ára. Þrisvar með skógarverðinum og fjölskyldu hans í Húsadal og síðasta sumrið með þeim í Langadal. Ef Sverrir fer eitthvað á mis við sálina í sér finnur hann hana aftur í Mörkinni.
Sverrir þrjú tjöld, tjaldvagn og ýmsan útilegubúnað sem tengist þannig dóti. Einnig á hann fallegan og vel byggðan sumarbústað í Vaðnesinu og hefur búið í honum frá því í júní 2018. Þar er gott að vera! Sverrir hefur í gegnum tíðina gert nokkuð af því að ganga um fjöll og aðrar óbyggðir, ýmist í skipulögðum göngum eða einn og sér í minna skipulegum göngum. Minna af því í seinni tíð en nú er seinni hálfleikurinn hafinn og spennan magnast!
Mottó Sverris er: Náttúran er málið!
Sími: 865-6158 - netfang: sverrir.arnason@gmail.com