Guðmundur Örn Sverrisson

Guðmundur Örn Sverrisson

Guðmundur hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist frá árinu 2013 og skálavörður frá árinu 2011. 

Guðmundur er fjögurra barna faðir og heldur því fram að formúlan n+1 gildi bæði um fjölda reiðhjóla og barna.  Hann býr ásamt konu sinni og fjórum börnum rétt utan borgarmarkanna þar sem lítt snortin náttúra er í nokkurra mínútna göngufjarlægð og hafa hjónin boðið ótal Útivistarfélögum í eitthvað heimabakað eftir góða gönguferð í nágrenni heimilisins. 

Guðmundur er útivistarunnandi í víðum skilningi og veit fátt betra en að vera einn uppi á hól með uppáhalds nestið sitt - sviðasultu og rófustöppu - ef undan eru skilin ferðalög með fjölskyldunni.
Guðmundur hefur meðal annars lokið námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn og hópstjórn auk þess að sitja í stjórn Útivistar.

Mottó Guðmundar er: "Útivist er lífið!"

Sími: 697-6699 - netfang: gudmundur@fimmvorduhals.is

Guðmundur er fararstjóri í:
Útivistargírnum
Fjallförum
Þrekhópum
Útivistarlífinu
Völdum dagsferðum