Kattatjarnaleið

Dags:

lau. 11. okt. 2025

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl 8:00

Kattatjarnaleið í Grafningi er skemmtileg gönguleið um fáfarnar slóðir. Gangan hefst frá Grafningsvegi við Ölfusvatnsá, gengið er um Kapladali og þaðan í Ölfusvatnsgljúfur og upp í Seltungur. Þaðan er gengið á milli Hrómundartinda og Kattatjarnahryggjar þar til komið er að Kattatjörn neðri, og síðan milli Lakahnjúks og Kattatjarnar efri og síðast milli Tjarnahnjúks og Álftatjarnar. Þegar komið er upp á Ölkelduháls er haldið áfram á milli Ölkelduhnúks og Dalskarðshnjúks niður Reykjadal, fram hjá heita læknum og endað við þjónustumiðstöðina í Reykjadal. Gangan er um 15 km og uppsöfnuð hækkun um 400 metrar. Eitt vað er á leiðinni (Ölvusvatnsá) og gangan er að mestu leiti á stígum.

Ferðin er rútuferð og sameiginleg með Fjallabralli Útivistar

Verð 13.000 kr.
Félagsverð 9.400 kr.

Nr.

2510D01
  • Suðvesturland