Ganga í Heiðmörk. Ríkishringur

Dags:

lau. 30. des. 2023

Brottför:

kl. 10:00 frá Mjódd.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Ríkishringur byrjar og endar við brúna yfir Elliðavatn þar sem maður kemur frá Rauðhólum á leið upp í Heiðmörk. Lagt er af stað frá bílastæðinu vinstra megin. Þetta er einn lengsti mögulegi hringur í Heiðmörkinni. Til þess að fara hann þarf að hafa augun opin og beygja helst alltaf til vinstri miðað við að farið sé réttsælis. Vegalengd 12 km. Göngutími 4 klst. Hækkun óveruleg.

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2312D04