Fimmvörðuháls - Fjölskylduferð

Dags:

lau. 5. ágú. 2023 - mán. 7. ágú. 2023

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli

Lagt af stað að morgni laugardags og gengið rólega í Fimmvörðuskála þar sem verður gist.

Á sunnuegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Heimferð úr Básum um kl. 13:00 á mánudegi (frídagur verslunarmanna), en áður gefst færi á að njóta paradísarinnar í Básum. Tilvalið að taka stálpaða krakka í þessa göngu.

Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt.

Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldið.

Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

Verð 43.000 kr.

Nr.

2308H01