Bárðargata - FULLBÓKAÐ

Dags:

lau. 7. okt. 2023 - sun. 8. okt. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

Ath! Fullbókað. Hafið samband við skrifstofu Útivistar til að fara á biðlista utivist@utivist.is

Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisand og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson.

  • Fundur með þátttakendum verður haldinn í aðdraganda ferðar þar sem m.a. er farið yfir búnað bíla, almennan búnað, umgengni í skálum o.fl. Fundartími auglýstur síðar.
  • Nauðsynlegt er að vera með VHF rás Útivistar í öllum bílum.
  • Allir forráðamenn bíla verða að vera félagsmenn í Útivist.
  • Innifalið í verði er fararstjórn og skálagistingar.

 

Verð 18.000 kr.

Nr.

2310J01
  • Miðhálendi