Langjökull

Dags:

lau. 11. feb. 2023 - sun. 12. feb. 2023

Brottför:

kl. 08:00 Olís í Mosfellsbæ.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Aflýst vegna slæmrar veðurspár.

Þessi næststærsti jökull landsins hefur löngum heillað íslenska jöklafara. Farið verður á jökulinn frá Jaka, síðan ekið norður eftir honum á Hveravelli. Þar verður hægt að skola af sér ferðarykið í einni vinsælustu fjallalaug landsins. Heimferð fer eftir aðstæðum, en stefnt er á að fara í Setur og þaðan um Kisubotna og Gljúfurleit niður að Flúðum eða um Sóleyjarhöfða inn á Kvíslaveituveg.

Lágmarks dekkjastærð í þessa ferð er 38"

  • Fundur með þátttakendum verður haldinn í aðdraganda ferðar þar sem m.a. er farið yfir búnað bíla, almennan búnað, umgengni í skálum o.fl. Fundartími auglýstur síðar.
  • Nauðsynlegt er að vera með VHF rás Útivistar í öllum bílum.
  • Allir forráðamenn bíla verða að vera félagsmenn í Útivist.
  • Innifalið í verði er fararstjórn og skálagistingar.
Verð 18.000 kr.

Nr.

2302J01
  • Miðhálendi