Þvers og kruss um Hengilinn 3: Fellur niður

Dags:

lau. 8. okt. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

Leiðin hefst í Sleggjubeinsdal. Gengið er upp vesturhlíð Sleggju upp gróna ása með góðu útsýni yfir Innstadal. Krækt er fyrir gil og klifin all brött en stutt brekka og taka þá við móbergsstallar. Loks liggur leiðin um mjóan hrygg niður í Engidal með brattar skriður niður í Innstadal á aðra höndina en þverhnípi á hina. Áfram er haldið sem leið liggur um bratta skriðu uns komið er upp á sléttuna við Vörðuskeggja. Til baka er gengið niður í Marardal með góðu útsýni til vesturs. Gott er að hafa með sér göngustafi. Þessi leið ekki fyrir lofthrædda. 

Vegalengd 15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2210D02