Myndakvöld 8. apríl - Anna Soffía Óskarsdóttir

Dags:

mán. 8. apr. 2024

Tími:

Þessi viðburður er liðinn.

Anna Soffía Óskarsdóttir hefur verið félagi í Útivist í nærri 40 ár og komið víða við í starfi félagsins. Hún var í nokkur ár skálavörður í Strút og síðar Dalakofa, en einnig hefur hún ferðast, bæði með Útivist og á eigin vegum um Fjallabak svo árum skiptir. Hún hefur alltaf haft ástríðu fyrir myndatökum og hefur áður sýnt myndir í félaginu á dögum filmumynda og Slides. Myndirnar eru að þessu sinni teknar á um það bil síðustu 10 árum víðsvegar, einkum um Fjallabak syðra, en aðeins verður farið inn á Fjallabak nyrðra í leiðinni.

Myndakvöld aprílmánaðar verður haldið mánudaginn 8. apríl í sal Gerðyrkjufélagsins Síðumúla 1 kl 20:00

Að venju verða vöfflur og kaffi að myndakvöldi loknu.

Nr.