Dags:
lau. 16. des. 2023
Brottför:
kl. 10:00 frá Mjódd.
Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Haukahúsið á Ásvöllum. Gengið er vestan íþróttasvæðis niður að tengibrú stígs sem liggur umhverfis Ástjörn og að Ásfjalli. Á fjallinu er falleg vel hlaðin varða sem gaman er að príla upp á. Vegalengd 4 km. Göngutími 3 klst. Hækkun óveruleg.
Innifalið í verði er fararstjórn.
Fararstjóri er Helga S. Davíðsdóttir.