Fjallfarar haust 2025 - án Tindfjallaferðar

Dags:

fim. 4. sep. 2025 - lau. 6. des. 2025

Brottför:

Fjallfarar munu á haustönn 2025 fara 8 ferðir sem skiptast í 4. kvöldferðir og 4. dagsferðir. Einnig er boðið upp á helgarferð í Tindfjöll. Skráning í þann pakka er hér.

Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins. Byrjað verður á auðveldum göngum  og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.

Dagsgöngurnar eru á  laugardegi, hittumst oftast kl. 9 og sameinumst í bíla og keyrum að upphafsstað göngu. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður hægt að færa gönguna til sunnudags sömu helgi. Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18 og verðum við á áhugaverðum stað í Reykjavík eða í  næsta nágrenni.

Farið er á eigin bílum í allar göngurnar. Fararstjórar áskila sér rétt að breyta dagskrá ef aðstæður eru slíkar, s.s. vegna veðurs eða annarra aðstæðna.

Fararstjórar:
Ingvar Júlíus Baldursson

Ólafur Sigurjónsson

Guðrún Svava Viðarsdóttir

Margrét Harðardóttir

Dagskrá:

Öskjuhlíð sem æfingarstaður

kvöldferð

4.september, fimmtudagur

Móskarðshnjúkar (805 m) & Svínaskarð *

dagsferð

13. sept., laugardagur

Esjan. Blikdalur, Arnarhamar

kvöldferð

18.sept., fimmtudagur

Þingvellir í haustlitum

dagsferð

27.sept., laugardagur

Húsfell frá Kaldárbotnum

kvöldferð

9.okt., fimmtudagur

Brúarárskörð og Högnhöfði  (1030 m) 

dagsferð

18.okt., laugardagur (kl. 8)

Úlfarsfell gengið frá Skyggni

kvöldferð

20.nóv. fimmtudagur

Bláfjöll

dagsferð

6.des., laugardagur

Verð 56.000 kr.
Félagsverð 44.000 kr.

Nr.

2509P02