Dags:
fim. 4. sep. 2025 - lau. 6. des. 2025
Brottför:
Fjallfarar munu á haustönn 2025 fara 8 ferðir sem skiptast í 4. kvöldferðir og 4. dagsferðir. Einnig er boðið upp á helgarferð í Tindfjöll. Skráning í þann pakka er hér.
Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins. Byrjað verður á auðveldum göngum og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.
Dagsgöngurnar eru á laugardegi, hittumst oftast kl. 9 og sameinumst í bíla og keyrum að upphafsstað göngu. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður hægt að færa gönguna til sunnudags sömu helgi. Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18 og verðum við á áhugaverðum stað í Reykjavík eða í næsta nágrenni.
Farið er á eigin bílum í allar göngurnar. Fararstjórar áskila sér rétt að breyta dagskrá ef aðstæður eru slíkar, s.s. vegna veðurs eða annarra aðstæðna.
Fararstjórar:
Ingvar Júlíus Baldursson
Ólafur Sigurjónsson
Guðrún Svava Viðarsdóttir
Margrét Harðardóttir
Dagskrá:
Öskjuhlíð sem æfingarstaður
|
kvöldferð
|
4.september, fimmtudagur
|
Móskarðshnjúkar (805 m) & Svínaskarð *
|
dagsferð
|
13. sept., laugardagur
|
Esjan. Blikdalur, Arnarhamar
|
kvöldferð
|
18.sept., fimmtudagur
|
Þingvellir í haustlitum
|
dagsferð
|
27.sept., laugardagur
|
Húsfell frá Kaldárbotnum
|
kvöldferð
|
9.okt., fimmtudagur
|
Brúarárskörð og Högnhöfði (1030 m)
|
dagsferð
|
18.okt., laugardagur (kl. 8)
|
Úlfarsfell gengið frá Skyggni
|
kvöldferð
|
20.nóv. fimmtudagur
|
Bláfjöll
|
dagsferð
|
6.des., laugardagur
|
Verð 56.000 kr.
Félagsverð 44.000 kr.