Ferðir og dagskrá

 • Dags:

  lau. 3. mar. 2018 - sun. 4. mar. 2018

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn.

  • Skáli

  Farið verður frá Reykjavík að morgni laugardags og ekið um Mýrdalsjökul á Fimmvörðuháls. Gist verður í hinum trausta skála Útivistar. Magni og Móði og hin magnaða umgjörð á Hálsinum gerir ferð þangað enn magnaðri. Heimferð sömu leið, en ef aðstæður eru góðar og menn og konur í stuði verða hugsanlega einhver tilbrigði við leiðarval.

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1803J01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. mar. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Gengin hefðbundin Leggjabrjótsleið yfir að Botni í Hvalfirði. Vegalengd 18 km. Hækkun 500 m.

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1803D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 4. mar. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan byrjar við Húsatóftir og er gengið sem leið liggur niður að Þjórsárbökkum. Gengið upp með Þjórsárbökkum að inntaksmannvirkjum Skeiðaárveitu. Þaðan er gengið að Kálfá og með ánni upp að vegi. Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

  Fararstjóri er Guðrún Hreinsdóttir.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1803D02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. mar. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengin hefðbundin leið um Síldarmannagötur frá Hvalfirði að Fitjum í Skorradal. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1803D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. mar. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað um Vatnsenda að Vífilsstaðavatni, þaðan í Hafnarfjörð og síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1803R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 11. mar. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Farið verður norðan á fjallið frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Gengið inn að Helgufossi en þaðan verður stefnan tekin á hæsta hluta fjallsins, Háahnúk.  Göngunni lýkur í Þormóðsdal. 

  • Verð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1803D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fim. 15. mar. 2018 - sun. 18. mar. 2018

  Brottför:

  kl. 17:00

  • Skáli

  Á Ströndum eru oft góð snjóalög þó jörð sé auð sunnan jökla og styttra að aka þangað en margur heldur. Ekið verður á einkabílum í Bjarnarfjörð á fimmtudagskvöld og gist að Laugarhóli í þrjár nætur.   Farið verður í gönguskíðaferðir út frá Bjarnarfirði.

  • Verð:

   28.000 kr.
  • Nr.

   1803H01
  • Vestfirðir

  • ICS
 • Dags:

  sun. 18. mar. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengið frá Stóra-Hofi og niður á árbakkann. Stutt þar fyrir ofan er Búðafoss. Gengið fram hjá vöðum og eyjum í ánni s.s. Nautavaði  og upp að Hagalæk móts við Gaukshöfðavað. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1803D05
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. mar. 2018 - sun. 25. mar. 2018

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, farið inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar.  Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlið eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1803J02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. mar. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað um Mjódd að efri byggðum Kópavogs um stíg sem liggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Þaðan er stefnan tekin að Vífilstaðavatni. Hjólað eftir Flóttamannaveginum að Kaldárselsvegi og þaðan yfir að Hvaleyrarvatni. Þaðan um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1803R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 25. mar. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Keilir er mjög áberandi í fjallahring höfuðborgarsvæðisins. Þetta fjall hefur Útivist heimsótt á hverju ári í tilefni afmælis félagsins, en þangað var farið í fyrstu ferð þess. Vegalengd 8-10 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1803D06
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 28. mar. 2018

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið! Dagskráin verður kynnt klukkan 20:00 þann 28. mars 2018.

  Þátttaka í Útivistargírnum er innifalin í félagsaðild að Útivist.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  mán. 2. apr. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Í fyrstu er genginn gamli vegurinn sem liggur upp fyrir Gaukshöfða en síðan niður á Þjórsáreyrar og að Sandá. Handan Sandár er gengið með Þjórsá að útrennslisskurði Búrfellsvirkjunar. Þaðan er gengið upp að Hjálparfossi. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1804D01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 4. apr. 2018

  Gengið frá Vatnsós í Vífilstaðavatni að Gunnhildi, yfir Vífilstaðahlíð að þurrausnum Grunnuvötnum. Þaðan er gengið um Grunnavatnsskarð að Vatnsbotni og í kringum Vífilstaðavatn.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. apr. 2018 - sun. 8. apr. 2018

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn.

  • Skáli

  Ekið inn á Fjallabaksleið hjá Gunnarsholti, komið við í Hungurfitjum ef aðstæður eru góðar, þaðan farið í Dalakofann þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudeginum verður farin hin stórskemmtilega leið inn í Álftavatn, Hvanngil, inn á Emstruleið og niður í Fljótshlíð

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1804J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. apr. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað í Mosfellsbæ með viðkomu í Geldinganesi og til baka um stíga meðfram Vesturlandsvegi og Grafarvogi.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1804R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 8. apr. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Skoðað sérstætt umhverfi Straumfjarðar og Álftaness. Á þessum slóðum hafa sögulegir atburðir gerst og er þar frægast strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi Pas? árið 1936. Gengið verður fyrir Straumfjörð og Álftanesvog út á Álftanesið. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1804D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 11. apr. 2018

  Genginn er hringur frá Kaldárseli yfir Helgafell í Kúadali.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 15. apr. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Í þessum síðasta áfanga Þjórsárgöngu er gengið sunnan við Búrfell. Gangan byrjar við Búrfellsvirkjun og þaðan er gengið yfir Trjáviðarlæk. Úti á nesinu sunnan við fjallið eru Þjófapollur og Þjófafoss. Þarna gefur að líta Tröllkonuhlaup vestan megin frá á leiðinni upp að Ísakoti þar sem gangan endar. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1804D03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 18. apr. 2018 - sun. 22. apr. 2018

  Brottför:

  kl. 08:30 frá gistiheimilinu að Smyrlabjörgum.

  • Skáli

  Hin stórskemmtilega árlega vorferð um Vatnajökul er ein vinsælasta ferð jeppadeildarinnar. Ferðinni er nú heitið á austanverðan jökulinn. 

  • Verð:

   26.000 kr.
  • Nr.

   1804J02
  • ICS
 • Dags:

  mið. 18. apr. 2018

  Gengið um fáfarna skógarstíga undir Kögunarhól í landi Mógilsár og Kollafjarðar austan við venjulega gönguleið á Þverfellshorn. Falleg gönguleið utan alfaraleiðar í nágrenni við eina vinsælustu gönguleið landsmanna.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. apr. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað meðfram Grafarvogi og Vesturlandsvegi upp með Úlfarsfelli og inn á Hafravatnsveg. Eftir Hafravatnsvegi er haldið að Suðurlandsvegi. Tekin verður Hraunslóð inn í Heiðmörk og hjólað í átt að Elliðavatnsbænum. Þaðan verður farið um Norðlingaholt og Elliðaárdal til baka að upphafsstað. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1804R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 22. apr. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gömul þjóðleið gengin í fótspor feðranna. Gangan hefst við skátaskálann Dalakot beint á móti skíðaskálanum í Hveradölum. Þaðan er haldið um Lágaskarð á milli hrauns og hlíðar að Eldborg við Þrengli. Að lokinni uppgöngu á Eldborg er gengið milli hrauns og hlíðar austur með Lönguhlíð og endað við Raufarhólshelli. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1804D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 25. apr. 2018

  Fyrsta óvissuferð Útivistargírsins 2018 er fullhlaðin - skemmtileg gönguleið, stútfull af fróðleik og með óvæntan endi!

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 29. apr. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við gamla skólahúsið á Hvanneyri og er gengið niður á Kistunes. Þaðan er ánni fylgt upp að Andakílsárvirkjun og fossstæðin skoðuð og ef birta endist verður gengið upp að útfalli árinnar úr Skorradalsvatni. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1804D05
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 2. maí 2018

  Marardalur er vestan í Henglinum, umgirtur klettum á allar hliðar. Gengið er upp Húsmúla, ofan í og eftir Engidal en innst í honum er þröngt einstigi sem lækurinn rennur eftir og við endann á þeim þrengslum blasir Marardalurinn við. 

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. maí 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Hraunsnefsöxlin (393 m) er svipmikil og blasir við þeim er aka upp Norðurárdalinn rétt austan við Grábrók. Gangan hefst þó við túnfót gamla Hreðavatnsbæjarins og er gengið þaðan til austurs upp Húsadalinn. Víðsýnt er af Öxlinni í björtu veðri um Borgarfjarðarhérað. Á niðurleiðinni er stikaðri leið fylgt að hluta en á miðri leið er stefnan tekin á Grábrókarfell og á það gengið ásamt því að skoða hlaðna rétt  sem stendur á milli Grábrókarfells og Grábrókar þar sem gangan endar.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1805D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. maí 2018

  Brottför:

  kl. 9:00

  Ferðin hefst í Þorlákshöfn. Þaðan verður hjólað um nýja Suðurstrandaveginn vestur fyrir Hlíðarvatn með viðkomu í byggðinni í Selvogi.  Síðan verður farið um gamla Suðurstrandaveginn og Þorlákshafnarveg til baka  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1805R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 9. maí 2018

  Gengið er upp á Þórnýjartind frá á sem rennur innarlega í Eilífsdal. Leiðin er nokkuð brött en greiðfær. Þórnýjartindur lítur úr eins og skipsstafn (á hvolfi). 

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 11. maí 2018 - sun. 13. maí 2018

  Brottför:

  kl. 20.00 frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum.

  • Skáli

  Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardagsmorgun tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. 

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   1805J01
  • ICS
 • Dags:

  sun. 13. maí 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Frá Stóra-Botni í Botnsdal liggur leiðin upp með Botnsá að austanverðu að fossbrún hæsta foss landsins, Glyms. Þaðan verður stefnt á topp Hvalfells. Af fjallinu er ágætis útsýni og gaman að kíkja af austurbrún þess yfir Hvalvatn. Farið niður aftur að vestanverðu í Hvalskarð milli Hvalfells og Botnssúlna. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1805D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 16. maí 2018

  Gengið um Seltún og þaðan á Sveifluháls að Arnarvatni og þaðan í suðvesturátt á Hverafjall þar sem útsýni er fagurt yfir nærliggjandi svæði.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. maí 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtu á Þórsmerkurleið. Mjög bratt er upp á Litluheiði en síðan er gangan jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum. Farið verður að Goðasteini í 1580 m hæð. 

  • Verð:

   10.800 kr.
  • Nr.

   1805D03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. maí 2018 - mán. 21. maí 2018

  Brottför:

  kl. 9:00

  Þátttakendur hittast við Olís á Norðlingaholti. Þar verður sameinast í bíla og ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Við brúna verðu stígið á fákana og hjólað sem leið liggur inn í Bása. Við reynum að sjálfsögðu að hjóla yfir allar árnar án þess að detta. Þegar komið er í Bása verður kynt undir grillinu.  Daginn eftir verður sama leið hjóluð til baka. Gist verður í skála eða tjöldum. 

   

  • Verð:

   6.000 kr.
  • Nr.

   1805R02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 23. maí 2018

  Gangan hefst við Eldborg í samnefndu hrauni og gengið að Mávahlíðum, þaðan að Lambafellunum tveimur og í gegnum Lambafellsklofa. Þaðan er gengið á Eldborg og aftur á upphafsstað göngu. 

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. maí 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Tvö keilulaga fjöll blasa við þegar ekið er áleiðis upp Norðurárdalinn. Fjær rís Baula en á vinstri hönd til móts við Hreðavatn rís Vikrafellið 520 m yfir sjó. Af þessum litla en áberandi tindi á miðri Vatnaleiðinni er gott útsýni hvort sem er til lands eða sjávar. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1805D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 30. maí 2018

  Gengið frá Vigdísarvallavegi við Djúpavatn. Gengið að Spákonuvatni og þaðan yfir að Grænavatni. Hringnum síðan lokað við Djúpavatn aftur. Svæðið er fallegt háhitasvæði.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. jún. 2018 - sun. 3. jún. 2018

  Brottför:

  kl. 23:00

  Lagt verður af stað frá bílaplaninu við Krónuna í Mosfellsbæ. Þaðan verður hjólað í áttina að Hafravatni, inn á Nesjavallaleið að gatnamótum Grafnings og Nesjavalla. Beygt til norðurs og hjólað meðfram Þingvallavatni að gatnamótum Grafnings og Þingvallavegar. Síðan er farið til baka yfir Mosfellsheiði og hringnum lokað við Krónuna í Mosfellsbæ. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1806R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 3. jún. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Gengið er frá Botni í Botnsdal upp með Botnsá. Farið er um Grillirahrygg, niður með Skúlagili og niður í Skorradal. Þaðan er gengið að fossinum Hvítserk og áfram að Eiríksvatni. Síðan er gengið áfram upp dalinn og að Uxahryggjaleið. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1806D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 6. jún. 2018

  Gengin verður áhugaverð leið í nágrenni höfuðborgarinnar. Um þægilega gönguleið er að ræða á áhugaverðum söguslóðum með skemmtilegu fróðleiksívafi.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 10. jún. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Rauðsgil í Hálsasveit er stórkostleg perla þar sem vatn, klettar og gróður spinna saman sérstaklega fallegt umhverfi. Þar fæddist Jón Helgason prófessor og skáld. Meðal margra fossa í ánni má nefna Laxfoss, Bæjarfoss, Einiberjafoss og Tröllafoss. Gengið upp með Rauðsgili, upp á Fellaflóann og á Búrfell. Gengið niður hjá Augasstöðum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1806D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 13. jún. 2018

  Gengið er á eitt af kennifjöllum fjallahrings höfuðborgarinnar, Vörðuskeggja í Hengli. Um skemmtilega gönguleið í fjölbreyttu landslagi er að ræða sem verðlaunar með stórbrotnu útsýni til allra átta.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. jún. 2018

  Brottför:

  kl. 9:00

  Ferðin hefst við afleggjarann að Hítarvatni nærri Bretavatni. Leiðin liggur síðan um Hítardal að Hítarvatni þar sem við hvílumst og njótum náttúrufegurðarinnar þar til við höldum til baka sömu leið. Vegalengdin er um 50 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1806R02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. jún. 2018 - sun. 17. jún. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00

  Að þessu sinni verður boðið upp á næturgöngu um hina vinsælu gönguleið Leggjabrjót. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Frá Svartagili liggur leiðin um Leggjabrjót og meðfram Sandvatni. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1806D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 20. jún. 2018

  Síðasta ferð Útivistargírsins 2018 er óvissuferð í styttri kantinum í nágrenni höfuðborgarinnar. Að henni lokinni verður lokahóf Útivistargírsins með söng og gleði!

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. jún. 2018 - sun. 24. jún. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 17:00

  • Skáli

  Lagt af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og ekið að Skógum. Gengið yfir Fimmvörðuháls um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu, varðeldi og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   32.000 kr.
  • Nr.

   1806H01AS
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. jún. 2018 - sun. 24. jún. 2018

  Tími:

  frá BSÍ kl. 17:00

  • Tjald

  Lagt af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og ekið að Skógum. Gengið yfir Fimmvörðuháls um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu, varðeldi og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   28.000 kr.
  • Nr.

   1806H01AT
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. jún. 2018 - sun. 24. jún. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 18:00

  • Skáli

  Lagt af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og ekið að Skógum. Gengið yfir Fimmvörðuháls um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu, varðeldi og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   32.000 kr.
  • Nr.

   1806H01BS
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. jún. 2018 - sun. 24. jún. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 18:00

  • Tjald

  Lagt af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og ekið að Skógum. Gengið yfir Fimmvörðuháls um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu, varðeldi og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   28.000 kr.
  • Nr.

   1806H01BT
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 27. jún. 2018 - sun. 1. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli / tjald

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því  tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Frá Álftavatni liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   83.000 kr.
  • Nr.

   1806L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. jún. 2018 - mið. 4. júl. 2018

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Tjald

  Gangan Horn í Horn frá suðaustri til norðvesturs heldur áfram og er nú leiðin hálfnuð. Á þessu ári verður gengið frá Skagafirði að Gilsfirði og verður farið í tveimur áföngum. Fyrri áfangi tekur sex daga með ferðum til og frá Reykjavik og seinni áfanginn tekur eina helgi frá föstudagssíðdegi fram á sunnudagskvöld. Gist verður bæði í tjöldum og í skálum og trússað alla dagana. Hér er fyrri áfangi ársins

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1806L02
  • Norðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. jún. 2018 - sun. 1. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 16:00

  • Skáli

  Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   1806H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 1. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og kannski er það þess vegna sem ganga á jökulinn í góðu veðri er með því skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Lagt verður upp frá bækistöð vélsleðamanna á Jökulhálsi og að mestu fylgt sömu leið og þeir fara, þannig er öryggið best tryggt.

  • Verð:

   10.800 kr.
  • Nr.

   1807D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 4. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli / tjald

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim. 

  • Verð:

   83.000 kr.
  • Nr.

   1807L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 5. júl. 2018 - þri. 10. júl. 2018

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Skáli

  Gengið frá Mjóeyri við Eskifjörð yfir í Vöðlavík á 5 dögum.

  • Verð:

   87.000 kr.
  • Nr.

   1807L02
  • Austfirðir

  • ICS
 • Dags:

  fös. 6. júl. 2018 - sun. 8. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 16:00

  • Skáli

  Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   1807H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 6. júl. 2018 - sun. 8. júl. 2018

  Brottför:

  kl. 17:00 frá Olís við Rauðavatn. 

  • Skáli

  Fyrsta helgarferð Útivistar upp í glænýjan Tindfjallaskála. Hópurinn hittist við Olís og sameinast í bíla. Bílum verður lagt í Fljótsdal og gengið eftir slóða upp í skála um 6 km leið. Á laugardeginum verður vaknað snemma og farið upp á Bláfell (1011m) og Saxa(1308). Sunnudagurinn er léttari, en þá verður farið upp á Vörðufell (850m) áður en lagt er af stað í bílana.

  • Verð:

   14.000 kr.
  • Nr.

   1807H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Fyrir norðan Hreðavatn er víðáttumikið svæði sem göngumenn leggja sjaldan leið sína um. Á sýslumörkum Mýra- og Dalasýslu er Merkjahryggur og þar hefst gangan. Haldið verður upp hrygginn í norðvestur að hæsta hnúki Hundadalsheiðar. Síðan verður stefnt í suðurátt á tindinn Sátu og farið hjalla af hjalla niður að Bifröst. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1807D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 8. júl. 2018 - mið. 11. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst í þetta sinn við Mosa skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið á fjórum dögum með gistingu í Hungurfitjum, Dalakofa og Landmannahelli í Landmannalaugar, en þar bíður rúta eftir hópnum.

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   1807L03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 11. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli / tjald

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því  tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Frá Álftavatni liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   83.000 kr.
  • Nr.

   1807L04
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 11. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:30.

  • Tjald

  Fimm daga gönguferð um fáfarnar en stórbrotnar slóðir. Ekið á einkabílum austur að Djúpá þar sem gangan hefst. Gengið verður upp með Djúpá að Grænafjalli. Þaðan er haldið niður með Núpsá og endað í Núpsstaðarskógum. Daginn eftir verður hópnum ekið á upphafsstað þar sem bílarnir bíða. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1807L05
  • Suðausturland

  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:30.

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   1807L06
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:30.

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  • Verð:

   56.000 kr.
  • Nr.

   1807L07
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Tjald

  Jeppa- og gönguferð í Núpsstaðarskóga.

  • Verð:

   9.000 kr.
  • Nr.

   1807J01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 13. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 16:00

  • Skáli

  Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   1807H03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Samkvæmt íslenskri þjóðsögu er sagt að Ok og Skjaldbreiður séu brjóst ungrar risameyjar sem varð að steini þegar ættir trölla urðu aldauða í landinu. Gengið er frá Langahrygg á Kaldadal upp nokkuð grýtta en þó ekki bratta hlíð að gígnum á há Okið. Áfram er haldið í norðurátt að Drangsteinabrúnum og niður með Bæjargilinu að vestanverðu að Húsafelli. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1807D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 15. júl. 2018 - mið. 18. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst í þetta sinn við Mosa skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið á fjórum dögum með gistingu í Hungurfitjum, Dalakofa og Landmannahelli í Landmannalaugar, en þar bíður rúta eftir hópnum.

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   1807L08
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 18. júl. 2018 - sun. 22. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli / tjald

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim. 

  • Verð:

   83.000 kr.
  • Nr.

   1807L09
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 20. júl. 2018 - þri. 24. júl. 2018

  Brottför:

  frá Varmahlíð kl. 12:00. 

  • Skáli / tjald

  Austurdalur í Skagafirði er einstaklega gróðursæll og fagur. Þar vex skógur í hvað mestri hæð yfir sjávarmáli á Íslandi. Farið verður á eigin bílum í Varmahlíð þar sem rúta bíður hópsins og ekur að skálanum Grána. Gengið til byggða niður Austurdal og í Merkigil þar sem gist verður síðustu nóttina. Daginn eftir gengur hópurinn um Merkigilið að Keldulandi þar sem hann verður sóttur. 

  • Verð:

   48.000 kr.
  • Nr.

   1807L10
  • Norðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 20. júl. 2018 - sun. 22. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 16:00

  • Skáli

  Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   1807H04
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. júl. 2018 - þri. 24. júl. 2018

  Brottför:

  auglýst síðar

  • Skáli

  Ekið á eigin bílum að Skatastöðumog gengið í skálann á Hildarseli þar sem gist verður tvær nætur en farangur verður trússaður. Gengið á Sandafjall, en síðari nóttina er skálanum deilt með Útivistarhóp í Austurdalsgöngu. Daginn eftir er gengið á Elliðann og þar haldið áfram að Merkigili. Loks er gengið aftur að Skatastöðum í bílana. Á heimleið gefst færi á að ganga á Mælifellshnjúk en sú ganga tekur um það bil fjóra tíma. 

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   1807L11
  • Norðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Um aldir var Rauðamelsheiði aðal þjóðleiðin milli Skógarstrandar, Hörðudals og Hnappadals á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um hana lágu leiðir vermanna og skreiðarlesta úr Dölum og af Norðurlandi á leið til útróðra undir Jökli. Á fardögum fluttust fjölskyldur milli landshluta, og reynum við að fylgja í fótspor fjölskyldunnar sem fluttist úr Selárdal suður yfir Rauðamelsheiði að óðalsjörðinni Rauðkollsstöðum aldamótaárið 1900. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1807D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 22. júl. 2018 - mið. 25. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst í þetta sinn við Mosa skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið á fjórum dögum með gistingu í Hungurfitjum, Dalakofa og Landmannahelli í Landmannalaugar, en þar bíður rúta eftir hópnum.

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   1807L12
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 25. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli / tjald

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því  tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Frá Álftavatni liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   83.000 kr.
  • Nr.

   1807L13
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 26. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   1807L14
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 26. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  • Verð:

   56.000 kr.
  • Nr.

   1807L15
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 27. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

  1.dagur. Hrífunes - Álftavatnakrókur, 50 km.
  Hjólum Hrífunesveg inn á Fjallabaksleid nyrðri í Álftavatnakrók. Þar verdur gist í tjöldum.
  2.dagur. Álftavatnakrókur - Strútur, 30 km
  Hjólad inn á fjallabaksleid sydri sudur fyrir Mælifell í Strút. Þar verdur gist í tjöldum.
  Þetta er stutt dagleid og ef tími gefst til verdur hægt ad ganga í Strútslaug.
  3.dagur. Strútur - Hrífunes, 50 km
  Hjólud Öldufellsleid og nidur med Hólmsá í Hrífunes.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1807R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. júl. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Gangan hefst við Oddsstaðarétt og er gengið upp með Grímsá að norðanverðu. Gengið verður upp að Reyðarvatni og áfram með vatnsbakkanum og að Brunnum þar sem gangan endar. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1807D05
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  fim. 2. ágú. 2018 - mán. 6. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:30.

  • Skáli

  Ævintýrið við Strút – bækistöðvarferð fyrir krakka og mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið verður í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll og firnindi, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið í ratleik, föndrað, haldnar kvöldvökur og kveiktur varðeldur. Það verður glens og gaman. 

  • Verð:

   55.000 kr.
  • Nr.

   1808L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. ágú. 2018 - mán. 6. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður gengið um stórbrotið landslag í Teigstungum og Guðrúnartungum inn undir Mýrdalsjökli. Á mánudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  • Verð:

   32.000 kr.
  • Nr.

   1808H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mán. 6. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Strútur er sérkennilegt örnefni enda fátt um strúta hér á landi. Nafnið virðist þó vera notað um fjöll sem eru uppmjó. Það er frekar auðvelt að ganga á fjallið og af tindinum er frábært útsýni. Jöklarnir Eiríksjökull, Langjökull og Geitlandsjökull blasa við en í norðurátt er endalaus hraunbreiða og eitt og eitt vatn á stangli. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 8. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00.

  • Skáli / tjald

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því  tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Frá Álftavatni liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   83.000 kr.
  • Nr.

   1808L02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 9. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:30.

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   1808L03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 9. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:30.

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  • Verð:

   56.000 kr.
  • Nr.

   1808L04
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 10. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  auglýst síðar

  • Tjald

  Seinni áfangi Horn í horn göngunnar þetta árið er helgarferð með tveimur löngum göngudögum. Haldið er af stað síðdegis á föstudegi með rútu frá Reykjavík og keyrt að Borðeyri en þar er gist í gistihúsi. Snemma næsta morgun er haldið af stað um Hólmavatnsheiði og tjaldað við Lambeyrar. Á sunnudeginum verður gengið um Gaflfellsheiði, framhjá Þorkötlumúla og niður Snartartunguheiði í botn Gilsfjarðar. Rúta bíður hópsins á leiðarenda og keyrir til Reykjavíkur um kvöldið. Búast má við vöðum á leiðinni og einhverri bleytu við heiðarvötn.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1808L05
  • Norðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018 - lau. 8. sep. 2018

  Raðganga um Vatnaleiðina.

  • Verð:

   13.500 kr.
  • Nr.

   1800D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  • Verð:

   26.000 kr.
  • Nr.

   1808H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Gangan hefst við Hlíðarvatn og er gengið meðfram því uns stefnan er tekin upp Hellisdal og yfir Klifsháls. Þaðan liggur leiðin niður Klifsdal og meðfram Klifsgili að Hítarvatni. Takið vaðskó með.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Tjald

  1.dagur. Fljótshlíð - Hungurfitjar, 55 km.
  Ferðin hefst við Goðaland í Fljótshlíð og hjólað verður sem leið liggur inn Fljótshlíðarveg. Þaðan verður Emstruleið hjóluð en skömmu áður en komið er að brúnni yfir Markarfljót við Mosa verður beygt inn á Króksleið. Við komum við í Króki og höldum síðan að skálanum í Hungurfitjum þar sem gist verður í tjöldum
  2.dagur. Hungurfitjar - Fljótshlíð, 50 km
  Frá skálanum í Hungurfitjum verður hjólað inn á Fjallabaksleið. Farið verður niður með Eystri-Rangá og síðan haldið að Þríhyrningi um brúna á móts við Reynifell. Þaðan verður hjólað vestan við Þríhyrning, um Vatnsdalsveg að Tumastöðum og síðan að Goðalandi.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1808R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 17. ágú. 2018 - sun. 19. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  • Tjald

  Sameinast í bíla við Olís við Rauðavatn, Fyrsta daginn verður gengið frá Ásgarði í neðri Kisubotna þar sem gist verður í tjöldum. Næsta dag verður farið í Hverabotn þar sem aftur verður slegið upp tjaldbúðum. Farið verður á milli Ögmundar og Hattar. Seinasta daginn verður farið úr Hverabotnum fram hjá Mæni, Snækolli og um Hveradali. Endað verður aftur í Ásgarði. 

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1808H03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Ganga á þetta víðlenda fjall fyrir ofan flatar Mýrarnar hefst við bæinn Grímsstaði. Farið er yfir mela og mosaþembur á leiðinni upp á Hrosshyrnu, sem er innst á Múlanum í 495 m hæð. Þegar hæsta tindi er náð er áfram haldið í vesturátt að hæsta stað á vesturbrún Múlans en þar er stór varða í 463 m hæð. Með þessu móti hafa gönguhrólfar ferðarinnar fengið tækifæri til að ganga lítinn hring á fjallinu. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Gengið frá Hítarvatni inn Þórarinsdal, með útsýni á Smjörhnúk. Leiðin liggur yfir Gvendarskarð og niður að Langavatni. Takið vaðskó með. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. ágú. 2018 - sun. 26. ágú. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  • Skáli

  Gengið inn í Bása frá Merkurkeri.  Ekið á eigin bílum að Stóru-Mörk þar sem gangan hefst.  Gengið í Bása og gist þar í skálum.  Á sunnudegi er farið með rútu aftur í bílana.

  • Verð:

   16.000 kr.
  • Nr.

   1808H04
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. ágú. 2018

  Brottför:

  kl. 12:00

  Við sækjum Mosfellinga heim þegar þeir halda sína bæjarhátíð. Hjólað með sjónum í Mosfellsbæ. Þar verður hjólað um bæinn og fylgst með helstu viðburðum, hjólum e.t.v. að Tungubökkum og Gljúfrasteini.  Á bakaleiðinni verður farið um stíg með Vesturlandsvegi og Grafarvogi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1808R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 31. ágú. 2018 - sun. 2. sep. 2018
  • Skáli

  Brottför er seinnipart á föstudegi. Farið er á einkabílum og gist tvær nætur í húsi. Á laugardegi er gengið á Glóðafeyki, en það er þægileg ganga og fagurt útsýni í björtu veðri. Eftir göngu er Kakalaskáli heimsóttur og vettvang Haugsnesbardaga skoðaður, en þar mun Sigurður Hansen fræða okkur um safnið innanhúss og utan, sögu Sturlungu og orustuna á Haugsnesi með einstaklega lifandi frásögn. Á sunnudeginum verður annað hvort Bólufossar skoðaðir eða gengið á Mælifellshnjúk.

  • Verð:

   16.000 kr.
  • Nr.

   1808H05
  • Norðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 2. sep. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Skarðsheiðarvegur er forn þjóðleið á milli Leirársveitar og Andakíls. Leiðin liggur úr Andakíl í átt að Snóksfjalli sem er við vesturenda Skarðsheiðar. Á toppi fjallsins er klettastrýta prýdd stuðlabergi sem ber nafnið Snókur. Þar verður áð áður en haldið verður niður af fjallinu að austanverðu. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1809D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. sep. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Frá Langavatni er gengið inn á Beilárheiði að Lambafelli og Vikravatni. Leiðin liggur utan í Vikrafelli framhjá Selvatni að Hreðavatni. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1809D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. sep. 2018

  Brottför:

  kl. 9:00

  Ferðin hefst við Laugarvatn og stefnan tekin á Svínavatn um Laugarvatnsveg. Þar verður komið inn á Biskupstungnabraut sem hjóluð verður til austurs að Reykjavegi. Hjólað um Reykjaveg inn á Laugarvatnsveg rétt austan Brúarár og þaðan til vesturs að Laugarvatni þar sem hringurinn lokast. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1809R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fim. 13. sep. 2018 - sun. 16. sep. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00.

  • Skáli

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið verður með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Á laugardegi er gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem gist verður í skála í Básum.  Þar býður göngumanna grillveisla, varðeldur og ósvikin Básastemning. Á sunnudegi gefst færi á göngu um Goðaland áður en lagt verður af stað heim á leið.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   1809L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 14. sep. 2018 - sun. 16. sep. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augun hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   1809H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. sep. 2018

  Brottför:

  kl. 9:00

  Ferðin hefst við Laxárbakka. Þaðan verður hjólað inn Leirársveit og Svínadal meðfram Eyrarvatni og Glammastaðavatni. Þaðan verður farið niður á Hvalfjarðarveg og til baka að Laxárbakka.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1809R02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. sep. 2018 - lau. 17. nóv. 2018

  Raðganga um Hvalfjörð, framhald frá 2017.

  • Verð:

   21.000 kr.
  • Nr.

   1800D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. sep. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við Botnsskála. Reynt verður að fylgja kindagötum við Botnsá að þjóðvegi og síðan götum eða fjöru þar til farið er yfir þjóðveginn aftur. Þá verður farið eftir gömlum vegslóða þar til hann beygir til móts við veginn á Þyrilsnes. Gengið fram og til baka á Þyrilsnesinu. Af Þyrilsnesinu er síðan farið niður í fjöru og henni fylgt eins og hægt er að Litla Sandi. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1809D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. sep. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við Stóru-Drageyri og er fyrst gengið upp með Draghálsaá upp að Nautafossi. Þar er gengið upp á Dragafell og horft yfir Skorradalsvatn. Gengið austur af fjallinu að Stóramelsfossi, upp á Hryggi, fram á Geitabjörg og að bænun Geitabergi. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1809D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. okt. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við gömlu vegasjoppuna Þyril. Þaðan verður farið niður í fjöru og henni fylgt alla leið að Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á leiðinni eru skoðaðar minjar um Kaupfélag Hvalfjarðar, Hrafnseyrarrétt og loftvarnarbirgi á Hrafneyri. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1810D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. okt. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað upp með Grafarvogi og Grafarholti inn á Reynisvatnsheiði og síðan meðfram Langavatni og Hafravatni í Mosfellsbæ. Til baka meðfram sjónum og Gufunesi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1810R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. okt. 2018 - sun. 14. okt. 2018

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. 

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1810J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. okt. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Hrauntungustígur er ein margra gamalla leiða milli seljanna á upplöndum Hafnafjarðar. Þessar leiðir eru mikið að hverfa í birkikjarrið sem er að vaxa upp eftir að sauðfjárbeit hefur lagst af á svæðinu. Á þessum slóðum má sjá hvernig Ratleikur Hafnafjarðar leiðir nútímafólk um svæðið. 

  • Verð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1810D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. okt. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við Hallgrímskirkju í Saurbæ og gengið að ströndinni og henni fylgt eins og kostur er alla leið að vegamótum milli Norðuráls og Járnblendiverksmiðjunnar. Komið er við á Katanesi, en þar átti að vera ferjustaður fyrir landgöngupramma yfir á Hvalfjarðareyri. Aldrei varð að því og voru prammarnir notaðir í sementsflutninga í staðinn. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1810D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. okt. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað upp Elliðaárdal í Heiðmörk að Búrfellsgjá. Þaðan liggur leiðin um veg austan Smyrlabúða inn á Kaldárselsveg. Hjólað um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1810R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. okt. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Bláfjallaleiðin var kynnt af Náttúruverndarfélagi Suðvesturlands 1985. Sú leið liggur frá Bláfjallaskála niður í miðbæ. Leiðin verður gengin í tveimur hlutum og hefst fyrri hlutinn við Bláfjallaskála. Gengið verður um Rauðuhnjúka, Selfjall og Sandfell í Heiðmörk. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1810D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. okt. 2018 - sun. 28. okt. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00. frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. 

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1810J02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. nóv. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við gatnamót milli Norðuráls og Járnblendiverksmiðjunnar. Gengið verður niður að ströndinni við Klafastaði og henni fylgt eins og kostur er að Hvalfjarðargöngum. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1811D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. nóv. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað verður upp með Grafarvoginum að norðan og síðan eftir stíg meðfram Vesturlandsvegi með stefnu á Úlfarsfell. Síðan farið upp fyrir Úlfarsfell og haldið inn í Mosfellsbæ og stefnt á Skammadal sem liggur á milli Helgafells og Æsustaðafjalls. Þar er fáfarinn vegur sem skemmtilegt er að hjóla. Síðan verður haldið til baka í gegnum Mosfellsbæ og sjónum fylgt eins og hægt er að upphafsstað. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1811R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. nóv. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst í Heiðmörk og er haldið norðan við Elliðavatn og Elliðaá fylgt að rafstöðinni. Frá rafstöðinni er haldið yfir Fossvogsdal og fyrir Öskjuhlíð að Hljómskálagarði. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1811D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. nóv. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst við Hvalfjarðargöng. Þaðan verður haldið niður að ströndinni og henni fylgt eins og kostur er alla leið að Gamla vitanum á Breiðinni. Gengið er framhjá Innra-Hólmi, Hretbryggju og Heynesi, eftir Langasandi að Gamla vitanum. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1811D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. nóv. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað upp Elliðaárdal um Norðlingaholt og Hádegismóa að Reynisvatni. Þaðan niður Úlfarsárdal að stíg meðfram Vesturlandsvegi og um Grafarvog til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1811R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 30. nóv. 2018 - sun. 2. des. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  • Verð:

   26.000 kr.
  • Nr.

   1811H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. des. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00

  Hjólað meðfram Suðurlandsbraut, niður Laugaveg og um miðbæinn. Þaðan liggur leiðin út á Granda og stoppað við listaverkið Þúfuna. Haldið síðan yfir í Skerjafjörð og hjólað um Fossvogsdal til baka.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. des. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00.

  Hjólað um Kópavogsdal, Arnarnes og Sjáland í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. des. 2018 - þri. 1. jan. 2019

  Brottför:

  kl. 8:30

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. þetta í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót Allt verður.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812H01
  • Suðurland

  • ICS


  • Mynda-
   kvöld

   Myndakvöld

   Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

   Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

   Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

   Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

   Næstu ferðir

  • Jeppa-
   ferðir

   Jeppaferðir

   Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

   Næstu ferðir

   3. mars 2018 - 4. mars 2018

   Fimmvörðuháls

   24. mars 2018 - 25. mars 2018

   Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

   7. apríl 2018 - 8. apríl 2018

   Fjallabak syðra

  • Fjalla-
   refir

   Fjallarefir

   Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

   Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

   Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.

   Hámarksfjöldi: 40 manns.

   Næstu ferðir

  • Everest

   Everest 2018

   Everest-hópur Útivistar er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill reyna á sig í hressilegum fjallgöngum. Boðið verður upp á þríþætta dagskrá, sjá hér fyrir neðan:

   Kvöldgöngur á miðvikudögum kl.18 (1 ½ - 2 klst)
   10. janúar - 21. mars => 11 göngur
   5. september - 21. nóvember => 12 göngur

   Dagsgöngur – 2. laugardag í mánuði
   20. janúar – Akrafjall
   10. febrúar – Grindarskörð-Kistufell
   10. mars – Hrafnabjörg
   14. apríl – Skarðsheiði endilöng
   9. júní – Eiríksjökull
   8. september – sjö tindar Hafnarfjalls
   13. október – kringum Botnssúlur
   10. nóvember – Hengilssvæðið
   8. desember – jólaóvissuferð

   Helgarferðir
   10.-13. maí - Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall
   10.-12. ágúst – Ólafsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður

   Kvöldgöngurnar (23 talsins) eru innifaldar í skráningargjaldi sem er aðeins 30.000 kr. Verð í dagsgöngur er 4.900 kr. og í helgarferðir 9.800 kr.
   Fararstjórar eru Stefán Birgisson, Unnur Jónsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Kristjana Birgisdóttir. Á kantinum er svo Kristíana Baldursdóttir.

   Skráning á skrifstofu Útivistar, í síma 562 1000 eða með tölvupósti á utivist@utivist.is.

   Fyrstur kemur, fyrstur fær - fjöldinn verður takmarkaður

   Lokaður hópur – aðeins fyrir þá sem greiða skráningargjaldið

   Næstu ferðir

   10. mars 2018

   Hrafnabjörg

   10. maí 2018 - 13. maí 2018

   Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall

  • Útivistar-
   gírinn

   Útivistargírinn

   Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

   Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

   Dagskráin hefst 4. apríl og stendur til 20. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

   Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

   Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 28. mars.

   Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

   Fjórir fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

   Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.