Ferðir og dagskrá

 • Dags:

  lau. 26. ágú. 2017

  Brottför:

  kl. 12:00

  Mosfellingar sóttir heim þegar þeir halda sína bæjarhátíð. Hjólað með sjónum í Mosfellsbæ. Þar er hjólað um bæinn og fylgst með helstu viðburðum, jafnvel hjólað að Tungubökkum og Gljúfrasteini. Á bakaleiðinni er farið um stíg með Vesturlandsvegi og um Grafarvog. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1708R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 27. ágú. 2017 - sun. 15. okt. 2017

  Göngusyrpa þar sem gengið er umhverfis Esju.

  • Verð:

   19.500 kr.
  • Félagsverð:

   12.000 kr.
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 27. ágú. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30.

  Fyrsti áfangi raðgöngu í kringum Esjuna hefst sunnanmegin við Þverá skammt vestan Hrafnhóla. Á leið upp með ánni glittir í Hátind, næsthæsta tind Esjunnar. Gengið eftir gamalli þjóðleið, sem nú er jeppaslóði, í Svínaskarð á milli Móskarðshnúka og Skálafells. Í hlíðum Þverfells má finna bláber og tína upp í sig á göngunni. Esjubergsflói er á aðra hönd umkringdur lágum formfögrum fellum. Þegar úr skarðinu kemur opnast sýn í norður en þaðan verður haldið niður Svínadal í gegnum sumarhúsabyggð að Kjósarrétt. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1708D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 1. sep. 2017 - sun. 3. sep. 2017

  Brottför:

  frá skrifstofu Útivistar kl. 08:00.

  • Tjald

  Sameinast í bíla við Olís við Rauðavatn, en farþegar í bílum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fyrsta daginn verður gengið frá Ásgarði í neðri Kisubotna þar sem gist verður í tjöldum. Vegalendin er um 15 km. Næsta dag verður farið í Hverabotn þar sem aftur verður slegið upp tjaldbúðum. Þessi dagleið er um 20 km. Farið verður á milli Ögmundar og Hattar. Ef vel viðrar má ganga á annað hvort fjallið. Seinasta daginn verður farið úr Hverabotnum fram hjá Mæni, Snækolli og í gegnum Hveradali. Endað verður aftur í Ásgarði og ef áhugi er fyrir því er hægt að skella sér í heita lækinn. Í þessari ferð
  færðu allt sem þú hefur ekki fengið í sumar: að bera allt á bakinu, tjalda, vaða og vera í frábærum félagsskap á frábærum stað.

  • Verð:

   19.500 kr.
  • Félagsverð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1709H01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. sep. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00

  Á Skarðsheiði eru margar krefjandi gönguleiðir. Ein sú áhugaverðasta er að ganga eftir fjallinu endilöngu. Frá Geldingadraga verður haldið á fjallið og hreppamarkalínunni fylgt lengst af. Farið eftir fjallshryggnum og topparnir þræddir að Heiðarhorni sem er hæsti tindurinn. Göngunni lýkur við Efra-Skarð í Skarðsdal. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1709D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. sep. 2017

  Brottför:

  kl. 09:00.

  Ferðin hefst í Reykholti og hjólað upp með Tungufljóti. Tungufljót er þverað á brú ofan Faxa og Einholtsvegi fylgt í átt að Hvítá. Hjólað um Brúarhlöð og stefnt í átt að Flúðum, en smá krókur tekinn um Hrunaveg. Frá Flúðum er hjólað til baka að Reykholti. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1709R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 10. sep. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30.

  Frá Kjósarrétt liggur leiðin í vestur meðfram norðurhluta Esjunnar. Þegar kemur fyrir Möðruvallaháls opnast sýn inn Eyjadal að Móskarðshnúkum. Gengið undir hlíðum Sandfjalls að Meðalfellsvatni sem fjöllin hafa vakað yfir í þúsund ár. Frá Grjóteyri liggur leiðin meðfram fjallsrana sem skagar í átt að vatninu og í gegnum sumarhúsabyggð að Eilífsdal. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1709D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fim. 14. sep. 2017 - sun. 17. sep. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00.

  • Skáli

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið verður með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem verður gist. Á laugardegi verður gengið um Emstrur í Bása þar sem grill, varðeldur og ósvikin Básastemning bíður hópsins. Gist í skála í Básum. Á sunnudegi gefst tækifæri á göngu um nágrenni Bása áður en farið er heim.

  Ferðin er fullbókuð / Fully booked tour

  Fararstjóri Hákon Gunnarsson

  • Verð:

   64.500 kr.
  • Félagsverð:

   57.000 kr.
  • Nr.

   1709L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 15. sep. 2017 - sun. 17. sep. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00.

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augun hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

  • Verð:

   35.500 kr.
  • Félagsverð:

   28.000 kr.
  • Nr.

   1709H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. sep. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30

  Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga líkt og Esjan er bæjarfjall höfuðborgarbúa. Á Hafnarfjall eru margar gönguleiðir þó svo að flestir kjósi að ganga eftir hryggnum sem liggur samsíða þjóðveginum. Nú verður farin sérlega spennandi leið upp Klausturtunguhól og um þrönga geil í hamrabeltinu. Síðan verða tindar fjallsins þræddir í vesturátt á hæsta tindinn, Gildalshnúk.

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1709D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. sep. 2017

  Brottför:

  kl. 09:00. 

  Ferðin hefst við Laxárbakka. Þaðan er hjólað inn Leirársveit og Svínadal meðfram Eyrarvatni og Glammastaðavatni. Þaðan verður haldið á Hvalfjarðarveg og til baka að Laxárbakka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1709R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 1. okt. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30.

  Haldið frá Eilífsdal með hlíðum Þórnýjartinds, Tindstaðahnúks, Dýjadalshnúks og Lág-Esjunnar. Sums staðar verður gengið eftir gömlum aflögðum vegum, yfir brú og eftir fjárgötum. Á leiðinni eru margir áhugaverðir staðir svo sem Kerlingagil sem er jarðfræðilega áhugavert. Farið verður um Þjófaskarð en spottakorn fyrir ofan það var bruggað á bannárunum. Þá verður farið um Tíðaskarð þar sem fyrst sást til fólks á leið í messu í Saurbæ á Kjarlanesi. Þaðan liggur leiðin fyrir Blikdal sem er lengsti dalur Esjunnar en þar var haft í seli fyrr á tíð. Gangan endar svo í Grundarhverfi. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1710D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. okt. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30

  Af Akrafjalli er mikið útsýni og þar má sjá fjallgarðana beggja vegna við Faxaflóa. Gangan hefst við mynni Berjadals og gengið á Geirmundartind. Síðan verður tekinn stór hringur á fjallinu yfir á Háahnúk. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1710D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. okt. 2017

  Brottför:

  kl. 09:00.

  Ferðin hefst í Þorlákshöfn. Þaðan verður hjólað eftir nýja Suðurstrandaveginum vestur fyrir Hlíðarvatn með viðkomu í byggðinni í Selvogi. Áfram verður haldið eftir gamla Suðurstrandaveginn og Þorlákshafnarveg til baka. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1710R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. okt. 2017 - sun. 15. okt. 2017

  Brottför:

  frá Hrauneyjum kl. 09:00.

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið verður að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  • Verð:

   24.500 kr.
  • Félagsverð:

   17.000 kr.
  • Nr.

   1709J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  sun. 15. okt. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30.

  „Esjan glóir, gulli lík“ segir í Breiðfirðingavísum Ólínu Andrésdóttur og það eru orð að sönnu. Um það hvaða hluti Esjunnar er fallegastur má deila en þar sem gangan hefst eru stórfengleg gljúfur og gil. Frá þeim hefur runnið mikið magn af jarðvegi svo myndast hafa aurkeilur sem í tímans rás hafa tekið af tún og bæi. Í Kjalnesingasögu er getið um Esju sem var forn í brögðum og bjó hún á Esjubergi. Þar verður gengið fyrir ofan tún og síðan stiklað yfir Gljúfurá. Á leið austur með Esjunni má njóta haustlitanna þar sem gengið verður eftir skógarstígum. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1710D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. okt. 2017

  Brottför:

  kl. 10:00.

  Hjólað upp Elliðaárdal um Heiðmörk að Búrfellsgjá. Leiðin liggur um veg austan Smyrlabúða inn á Kaldárselsveg . Þaðan um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1710R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 22. okt. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30.

  Gengið verður upp á Trölladyngju af Höskuldarvöllum og þaðan yfir að Spákonuvatni, fyrir Sogin og á Grænudyngju. Af Grænudyngju liggur leiðin eftir misgengi niður á jafnsléttu. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.960 kr.
  • Nr.

   1710D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 29. okt. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 09:30.

  Þórustaðastígur liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, yfir Vesturháls (Núpshlíðarháls) að eyðibýlinu Vigdísarvöllum. Leiðin liggur yfir Reykjanesbraut og Grindavíkurgjá, framhjá Keili og Driffelli. Á móts við stóra gíginn við norðurenda Selsvalla liggur leiðin yfir hraunhaft og upp gilið andspænis gígnum. Þegar komið er upp á fjallið sveigir leiðin til suðurs í átt að Vigdísarvöllum. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.960 kr.
  • Nr.

   1710D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. nóv. 2017

  Brottför:

  kl. 10:00.

  Hjólað verður upp með Grafarvogi að norðan og síðan eftir stíg meðfram Vesturlandsvegi með stefnu á Úlfarsfell. Farið upp fyrir Úlfarsfell og inn í Mosfellsbæ en síðan stefnt á Skammadal sem liggur milli Helgafells og Æsustaðafjalls. Þar er fáfarinn vegur sem skemmtilegt er að hjóla. Haldið til baka í gegnum Mosfellsbæ og sjónum fylgt eins og hægt er til upphafsstaðar. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1711R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. nóv. 2017

  Brottför:

  kl. 10:00.

  Hjólað upp Elliðaárdal um Norðlingaholt og Hádegismóa að Reynisvatni. Þaðan niður Úlfarsárdal að stíg meðfram Vesturlandsvegi og um Grafarvog til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1711R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 24. nóv. 2017 - sun. 26. nóv. 2017

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00.

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  • Verð:

   32.500 kr.
  • Félagsverð:

   25.000 kr.
  • Nr.

   1711H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. des. 2017

  Brottför:

  kl. 10:00.

  Hjólað um Kópavogsdal, Arnarnes og Sjáland í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1712R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. des. 2017 - mán. 1. jan. 2018

  Brottför:

  frá BSÍ  kl. 08:30.

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt verður þetta í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  • Verð:

   35.500 kr.
  • Félagsverð:

   28.000 kr.
  • Nr.

   1712H01
  • Suðurland

  • ICS


  • Dags-
   ferðir

   Dagsferðir

   Almennar dagsferðir hafa allt frá stofnun félagsins verið einn af hornsteinunum í starfsemi Útivistar. Dagsferðir geta fallið niður ef þátttaka er ekki nægjanleg, en núna bjóðum við þátttakendum að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 15 á föstudögum og fá þá góðan afslátt af þátttökugjaldi. Engu að síður er hægt að mæta að morgni ferðadags á BSÍ, en þá er alltaf hætta á að ferðin hafi verið felld niður vegna ónógrar þátttöku. 

  • Helgar-
   ferðir

   Helgarferðir

   Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni. 

   Næstu ferðir

   1. september 2017 - 3. september 2017

   Kerlingarfjöll – Hringbrautin

   15. september 2017 - 17. september 2017

   Grill og gaman í Básum

   24. nóvember 2017 - 26. nóvember 2017

   Aðventuferð

  • Mynda-
   kvöld

   Myndakvöld

   Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

   Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

   Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

   Öll herlegheitin kosta aðeins 1.200 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

   Næstu ferðir

  • Skíða-
   ferðir

   Skíðaferðir

   Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

   Næstu ferðir

  • Jeppa-
   ferðir

   Jeppaferðir

   Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

   Næstu ferðir

   14. október 2017 - 15. október 2017

   Bárðargata og vesturhluti Vatnajökuls

  • Fjalla-
   refir

   Fjallarefir

   Fjallarefir fögnuðu fimm ára gönguafmæli á síðasta ári og enn á ný skal haldið á vit íslenskrar náttúru í góðum félagsskap. Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

   Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. Námskeiðið hefst í janúar og líkur í maí.

   Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum. Sá háttur verður hafður á þessu fjallarefanámskeiði að þátttakendur leggja til ferðir í „hugmyndakrukkuna“ og við lok dagsferðar er dregið út leiðarval næstu laugardagsgöngu.

   Hámarksfjöldi: 40 manns.
   Námskeiðsverð: 30.000 kr.

   Næstu ferðir

  • Útivistar-
   gírinn

   Útivistargírinn

   Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

   Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

   Dagskráin hefst 5. apríl og stendur til 21. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

   Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

   Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 29. mars - smelltu hér til að skrá þig.

   Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

   Fimm fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Kristey Briet Gísladóttir, Hrefna Jensdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

   Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.

    

   Næstu ferðir