Tindfjöll - Foss - Rjúpnavellir

Dags:

sun. 7. júl. 2024 - mið. 10. júl. 2024

Brottför:

frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

Hér er á ferðinni spennandi nýjung þar sem gengið er um ótroðnar slóðir. Gengið er um Tindfjöll og ofanverða Rangárvelli, suður fyrir Heklu og að Rjúpnavöllum.

Á fyrsta degi er ekið á eigin bílum inn Fljótshlíð að Fljótsdal þaðan sem gengið er í Tindfjallasel og gist fyrstu nóttina. Eftir að hópurinn hefur komið sér fyrir í skálanum verður dagurinn nýttur til að skoða umhverfið.

Frá Tindfjallaskála er gengið í vestur og stefnan tekin á bæinn Foss við Eystri-Rangá. Leiðin liggur sunnan megin við Vörðufell og að Litla-Bláfelli. Síðan er farið um Fremra-Kálfatungugil, niður Góðadal, Stigagil og Markagil og komið að eyðibýlinu Rauðnefsstöðum, sem fór í eyði eftir Heklugosið 1947. Farið á vaði yfir Eystri Rangá að eyðibýlinu Fossi þar sem er gist í uppgerðu bæjarhúsinu.

Vegalengd 18,5 km.

Á lokadegi göngunnar er gengið frá Fossi á Rjúpnavelli. Þetta er nokkuð löng dagleið en hækkun er óveruleg. Gengið er um Skógarhraun, Herjólfsheiði og Dagverðarnesheiði hjá Pálssteinshrauni. Þá er stefnan tekin á Suðurhraun sunnan megin við Fálkahamar og stefnt í norður meðfram Hálsfjalli. Gengið er yfir Norðurhraun á milli Bjólfells og Tindgilsfells fram hjá Selvatni og ofan Næfurholts. Farið yfir Ytri- Rangá og gljúfrin við brúna skoðuð. Þaðan liggur leiðin upp með ánni að Rjúpnavöllum. Að loknum löngum göngudegi er slakað á í vistlegum skála á Rjúpnavöllum. Vegalengd 28 km.

Daginn eftir er hópurinn sóttur og ekið í Fljótsdal þar sem bílar voru skildir eftir.

Fararstjóri - Ásta Þorleifsdóttir

Verð 84.000 kr.

Nr.

2407L04