Helgrindur

Dags:

lau. 10. ágú. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 7:00

Helgrindur er nafn á fjallaklasa sem er áberandi frá Grundarfirði og nær frá Kaldnasa að Tröllkerlingu. Gengið verður á Böðvarskúlu (988 m) sem er hæsti tindurinn. Þau gerast vart drungalegri örnefnin en Helgrindur en það er samt einhver reisn og tign yfir nafninu. Merking þess er líklega flestum ljós en Nóbelsskáldið sagði að orðið þýddi „hlið helvítis“. Sú lýsing hefur ekkert með útsýnið af fjallinu að gera. Í björtu veðri er sérstakt að horfa niður á Kirkjufell og yfir eyjarnar á Breiðafirði. Í fyrstu verður gengið um gróið land en síðan grýttar skriður. Hækkun u.þ.b. 850-950 m. Vegalengd 14-15 km. Áætlaður göngutími 7-8 klst.

Brottför frá Mjódd kl. 7:00

Verð 26.000 kr.

Nr.

2408D02