Dagsferðir

 • Dags:

  sun. 21. jan. 2018 - sun. 15. apr. 2018

  Brottför:

  Raðganga upp með Þjórsá - bókun í allar ferðirnar.

  • Verð:

   32.000 kr.
  • Nr.

   1800D01
  • ICS
 • Dags:

  sun. 25. feb. 2018

  Brottför:

  Ferðin hefur verið felld niður!

  Gangan hefst við Valahnúk og er gengið að Gunnuhver. Á leiðinni er fjöldi gíga og aðrar áhugaverðar hraunmyndanir. Frá Kerlingabás er stutt að fara aftur að Valahnúk. 

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   1802D07
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. mar. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Gengin hefðbundin Leggjabrjótsleið yfir að Botni í Hvalfirði. Vegalengd 18 km. Hækkun 500 m.

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1803D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 4. mar. 2018

  Brottför:

  Gangan byrjar við Húsatóftir og er gengið sem leið liggur niður að Þjórsárbökkum. Gengið upp með Þjórsárbökkum að inntaksmannvirkjum Skeiðaárveitu. Þaðan er gengið að Kálfá og með ánni upp að vegi. Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

  Fararstjóri er Guðrún Hreinsdóttir.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1803D02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. mar. 2018

  Brottför:

  Gengin hefðbundin leið um Síldarmannagötur frá Hvalfirði að Fitjum í Skorradal. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1803D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 11. mar. 2018

  Brottför:

  Farið verður norðan á fjallið frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Gengið inn að Helgufossi en þaðan verður stefnan tekin á hæsta hluta fjallsins, Háahnúk.  Göngunni lýkur í Þormóðsdal. 

  • Verð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1803D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 18. mar. 2018

  Brottför:

  Gengið frá Stóra-Hofi og niður á árbakkann. Stutt þar fyrir ofan er Búðafoss. Gengið fram hjá vöðum og eyjum í ánni s.s. Nautavaði  og upp að Hagalæk móts við Gaukshöfðavað. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1803D05
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 25. mar. 2018

  Brottför:

  Keilir er mjög áberandi í fjallahring höfuðborgarsvæðisins. Þetta fjall hefur Útivist heimsótt á hverju ári í tilefni afmælis félagsins, en þangað var farið í fyrstu ferð þess. Vegalengd 8-10 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1803D06
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mán. 2. apr. 2018

  Brottför:

  Í fyrstu er genginn gamli vegurinn sem liggur upp fyrir Gaukshöfða en síðan niður á Þjórsáreyrar og að Sandá. Handan Sandár er gengið með Þjórsá að útrennslisskurði Búrfellsvirkjunar. Þaðan er gengið upp að Hjálparfossi. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1804D01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 8. apr. 2018

  Brottför:

  Skoðað sérstætt umhverfi Straumfjarðar og Álftaness. Á þessum slóðum hafa sögulegir atburðir gerst og er þar frægast strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi Pas? árið 1936. Gengið verður fyrir Straumfjörð og Álftanesvog út á Álftanesið. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1804D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 15. apr. 2018

  Brottför:

  Í þessum síðasta áfanga Þjórsárgöngu er gengið sunnan við Búrfell. Gangan byrjar við Búrfellsvirkjun og þaðan er gengið yfir Trjáviðarlæk. Úti á nesinu sunnan við fjallið eru Þjófapollur og Þjófafoss. Þarna gefur að líta Tröllkonuhlaup vestan megin frá á leiðinni upp að Ísakoti þar sem gangan endar. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1804D03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 22. apr. 2018

  Brottför:

  Gömul þjóðleið gengin í fótspor feðranna. Gangan hefst við skátaskálann Dalakot beint á móti skíðaskálanum í Hveradölum. Þaðan er haldið um Lágaskarð á milli hrauns og hlíðar að Eldborg við Þrengli. Að lokinni uppgöngu á Eldborg er gengið milli hrauns og hlíðar austur með Lönguhlíð og endað við Raufarhólshelli. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1804D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 29. apr. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við gamla skólahúsið á Hvanneyri og er gengið niður á Kistunes. Þaðan er ánni fylgt upp að Andakílsárvirkjun og fossstæðin skoðuð og ef birta endist verður gengið upp að útfalli árinnar úr Skorradalsvatni. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1804D05
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. maí 2018

  Brottför:

  Hraunsnefsöxlin (393 m) er svipmikil og blasir við þeim er aka upp Norðurárdalinn rétt austan við Grábrók. Gangan hefst þó við túnfót gamla Hreðavatnsbæjarins og er gengið þaðan til austurs upp Húsadalinn. Víðsýnt er af Öxlinni í björtu veðri um Borgarfjarðarhérað. Á niðurleiðinni er stikaðri leið fylgt að hluta en á miðri leið er stefnan tekin á Grábrókarfell og á það gengið ásamt því að skoða hlaðna rétt  sem stendur á milli Grábrókarfells og Grábrókar þar sem gangan endar.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1805D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 13. maí 2018

  Brottför:

  Frá Stóra-Botni í Botnsdal liggur leiðin upp með Botnsá að austanverðu að fossbrún hæsta foss landsins, Glyms. Þaðan verður stefnt á topp Hvalfells. Af fjallinu er ágætis útsýni og gaman að kíkja af austurbrún þess yfir Hvalvatn. Farið niður aftur að vestanverðu í Hvalskarð milli Hvalfells og Botnssúlna. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1805D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. maí 2018

  Brottför:

  Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtu á Þórsmerkurleið. Mjög bratt er upp á Litluheiði en síðan er gangan jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum. Farið verður að Goðasteini í 1580 m hæð. 

  • Verð:

   10.800 kr.
  • Nr.

   1805D03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. maí 2018

  Brottför:

  Tvö keilulaga fjöll blasa við þegar ekið er áleiðis upp Norðurárdalinn. Fjær rís Baula en á vinstri hönd til móts við Hreðavatn rís Vikrafellið 520 m yfir sjó. Af þessum litla en áberandi tindi á miðri Vatnaleiðinni er gott útsýni hvort sem er til lands eða sjávar. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1805D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 3. jún. 2018

  Brottför:

  Gengið er frá Botni í Botnsdal upp með Botnsá. Farið er um Grillirahrygg, niður með Skúlagili og niður í Skorradal. Þaðan er gengið að fossinum Hvítserk og áfram að Eiríksvatni. Síðan er gengið áfram upp dalinn og að Uxahryggjaleið. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1806D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 10. jún. 2018

  Brottför:

  Rauðsgil í Hálsasveit er stórkostleg perla þar sem vatn, klettar og gróður spinna saman sérstaklega fallegt umhverfi. Þar fæddist Jón Helgason prófessor og skáld. Meðal margra fossa í ánni má nefna Laxfoss, Bæjarfoss, Einiberjafoss og Tröllafoss. Gengið upp með Rauðsgili, upp á Fellaflóann og á Búrfell. Gengið niður hjá Augasstöðum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1806D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. jún. 2018 - sun. 17. jún. 2018

  Brottför:

  Að þessu sinni verður boðið upp á næturgöngu um hina vinsælu gönguleið Leggjabrjót. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Frá Svartagili liggur leiðin um Leggjabrjót og meðfram Sandvatni. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1806D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 1. júl. 2018

  Brottför:

  Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og kannski er það þess vegna sem ganga á jökulinn í góðu veðri er með því skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Lagt verður upp frá bækistöð vélsleðamanna á Jökulhálsi og að mestu fylgt sömu leið og þeir fara, þannig er öryggið best tryggt.

  • Verð:

   10.800 kr.
  • Nr.

   1807D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. júl. 2018

  Brottför:

  Fyrir norðan Hreðavatn er víðáttumikið svæði sem göngumenn leggja sjaldan leið sína um. Á sýslumörkum Mýra- og Dalasýslu er Merkjahryggur og þar hefst gangan. Haldið verður upp hrygginn í norðvestur að hæsta hnúki Hundadalsheiðar. Síðan verður stefnt í suðurátt á tindinn Sátu og farið hjalla af hjalla niður að Bifröst. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1807D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. júl. 2018

  Brottför:

  Samkvæmt íslenskri þjóðsögu er sagt að Ok og Skjaldbreiður séu brjóst ungrar risameyjar sem varð að steini þegar ættir trölla urðu aldauða í landinu. Gengið er frá Langahrygg á Kaldadal upp nokkuð grýtta en þó ekki bratta hlíð að gígnum á há Okið. Áfram er haldið í norðurátt að Drangsteinabrúnum og niður með Bæjargilinu að vestanverðu að Húsafelli. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1807D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. júl. 2018

  Brottför:

  Um aldir var Rauðamelsheiði aðal þjóðleiðin milli Skógarstrandar, Hörðudals og Hnappadals á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um hana lágu leiðir vermanna og skreiðarlesta úr Dölum og af Norðurlandi á leið til útróðra undir Jökli. Á fardögum fluttust fjölskyldur milli landshluta, og reynum við að fylgja í fótspor fjölskyldunnar sem fluttist úr Selárdal suður yfir Rauðamelsheiði að óðalsjörðinni Rauðkollsstöðum aldamótaárið 1900. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1807D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. júl. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við Oddsstaðarétt og er gengið upp með Grímsá að norðanverðu. Gengið verður upp að Reyðarvatni og áfram með vatnsbakkanum og að Brunnum þar sem gangan endar. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1807D05
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mán. 6. ágú. 2018

  Brottför:

  Strútur er sérkennilegt örnefni enda fátt um strúta hér á landi. Nafnið virðist þó vera notað um fjöll sem eru uppmjó. Það er frekar auðvelt að ganga á fjallið og af tindinum er frábært útsýni. Jöklarnir Eiríksjökull, Langjökull og Geitlandsjökull blasa við en í norðurátt er endalaus hraunbreiða og eitt og eitt vatn á stangli. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018 - lau. 8. sep. 2018

  Brottför:

  Raðganga um Vatnaleiðina.

  • Verð:

   13.500 kr.
  • Nr.

   1800D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við Hlíðarvatn og er gengið meðfram því uns stefnan er tekin upp Hellisdal og yfir Klifsháls. Þaðan liggur leiðin niður Klifsdal og meðfram Klifsgili að Hítarvatni. Takið vaðskó með.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. ágú. 2018

  Brottför:

  Ganga á þetta víðlenda fjall fyrir ofan flatar Mýrarnar hefst við bæinn Grímsstaði. Farið er yfir mela og mosaþembur á leiðinni upp á Hrosshyrnu, sem er innst á Múlanum í 495 m hæð. Þegar hæsta tindi er náð er áfram haldið í vesturátt að hæsta stað á vesturbrún Múlans en þar er stór varða í 463 m hæð. Með þessu móti hafa gönguhrólfar ferðarinnar fengið tækifæri til að ganga lítinn hring á fjallinu. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. ágú. 2018

  Brottför:

  Gengið frá Hítarvatni inn Þórarinsdal, með útsýni á Smjörhnúk. Leiðin liggur yfir Gvendarskarð og niður að Langavatni. Takið vaðskó með. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1808D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 2. sep. 2018

  Brottför:

  Skarðsheiðarvegur er forn þjóðleið á milli Leirársveitar og Andakíls. Leiðin liggur úr Andakíl í átt að Snóksfjalli sem er við vesturenda Skarðsheiðar. Á toppi fjallsins er klettastrýta prýdd stuðlabergi sem ber nafnið Snókur. Þar verður áð áður en haldið verður niður af fjallinu að austanverðu. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1809D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. sep. 2018

  Brottför:

  Frá Langavatni er gengið inn á Beilárheiði að Lambafelli og Vikravatni. Leiðin liggur utan í Vikrafelli framhjá Selvatni að Hreðavatni. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1809D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. sep. 2018 - lau. 17. nóv. 2018

  Brottför:

  Raðganga um Hvalfjörð, framhald frá 2017.

  • Verð:

   21.000 kr.
  • Nr.

   1800D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. sep. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við Botnsskála. Reynt verður að fylgja kindagötum við Botnsá að þjóðvegi og síðan götum eða fjöru þar til farið er yfir þjóðveginn aftur. Þá verður farið eftir gömlum vegslóða þar til hann beygir til móts við veginn á Þyrilsnes. Gengið fram og til baka á Þyrilsnesinu. Af Þyrilsnesinu er síðan farið niður í fjöru og henni fylgt eins og hægt er að Litla Sandi. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1809D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. sep. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við Stóru-Drageyri og er fyrst gengið upp með Draghálsaá upp að Nautafossi. Þar er gengið upp á Dragafell og horft yfir Skorradalsvatn. Gengið austur af fjallinu að Stóramelsfossi, upp á Hryggi, fram á Geitabjörg og að bænun Geitabergi. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1809D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. okt. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við gömlu vegasjoppuna Þyril. Þaðan verður farið niður í fjöru og henni fylgt alla leið að Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á leiðinni eru skoðaðar minjar um Kaupfélag Hvalfjarðar, Hrafnseyrarrétt og loftvarnarbirgi á Hrafneyri. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1810D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. okt. 2018

  Brottför:

  Hrauntungustígur er ein margra gamalla leiða milli seljanna á upplöndum Hafnafjarðar. Þessar leiðir eru mikið að hverfa í birkikjarrið sem er að vaxa upp eftir að sauðfjárbeit hefur lagst af á svæðinu. Á þessum slóðum má sjá hvernig Ratleikur Hafnafjarðar leiðir nútímafólk um svæðið. 

  • Verð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1810D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. okt. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við Hallgrímskirkju í Saurbæ og gengið að ströndinni og henni fylgt eins og kostur er alla leið að vegamótum milli Norðuráls og Járnblendiverksmiðjunnar. Komið er við á Katanesi, en þar átti að vera ferjustaður fyrir landgöngupramma yfir á Hvalfjarðareyri. Aldrei varð að því og voru prammarnir notaðir í sementsflutninga í staðinn. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1810D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. okt. 2018

  Brottför:

  Bláfjallaleiðin var kynnt af Náttúruverndarfélagi Suðvesturlands 1985. Sú leið liggur frá Bláfjallaskála niður í miðbæ. Leiðin verður gengin í tveimur hlutum og hefst fyrri hlutinn við Bláfjallaskála. Gengið verður um Rauðuhnjúka, Selfjall og Sandfell í Heiðmörk. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1810D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. nóv. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við gatnamót milli Norðuráls og Járnblendiverksmiðjunnar. Gengið verður niður að ströndinni við Klafastaði og henni fylgt eins og kostur er að Hvalfjarðargöngum. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1811D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. nóv. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst í Heiðmörk og er haldið norðan við Elliðavatn og Elliðaá fylgt að rafstöðinni. Frá rafstöðinni er haldið yfir Fossvogsdal og fyrir Öskjuhlíð að Hljómskálagarði. 

  • Verð:

   4.050 kr.
  • Nr.

   1811D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. nóv. 2018

  Brottför:

  Gangan hefst við Hvalfjarðargöng. Þaðan verður haldið niður að ströndinni og henni fylgt eins og kostur er alla leið að Gamla vitanum á Breiðinni. Gengið er framhjá Innra-Hólmi, Hretbryggju og Heynesi, eftir Langasandi að Gamla vitanum. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1811D03
  • Suðvesturland

  • ICS


  • Mynda-
   kvöld

   Myndakvöld

   Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

   Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

   Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

   Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

   Næstu ferðir

  • Jeppa-
   ferðir

   Jeppaferðir

   Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

   Næstu ferðir

   3. mars 2018 - 4. mars 2018

   Fimmvörðuháls

   24. mars 2018 - 25. mars 2018

   Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

   7. apríl 2018 - 8. apríl 2018

   Fjallabak syðra

  • Fjalla-
   refir

   Fjallarefir

   Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

   Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

   Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.

   Hámarksfjöldi: 40 manns.

   Næstu ferðir

  • Everest

   Everest 2018

   Everest-hópur Útivistar er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill reyna á sig í hressilegum fjallgöngum. Boðið verður upp á þríþætta dagskrá, sjá hér fyrir neðan:

   Kvöldgöngur á miðvikudögum kl.18 (1 ½ - 2 klst)
   10. janúar - 21. mars => 11 göngur
   5. september - 21. nóvember => 12 göngur

   Dagsgöngur – 2. laugardag í mánuði
   20. janúar – Akrafjall
   10. febrúar – Grindarskörð-Kistufell
   10. mars – Hrafnabjörg
   14. apríl – Skarðsheiði endilöng
   9. júní – Eiríksjökull
   8. september – sjö tindar Hafnarfjalls
   13. október – kringum Botnssúlur
   10. nóvember – Hengilssvæðið
   8. desember – jólaóvissuferð

   Helgarferðir
   10.-13. maí - Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall
   10.-12. ágúst – Ólafsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður

   Kvöldgöngurnar (23 talsins) eru innifaldar í skráningargjaldi sem er aðeins 30.000 kr. Verð í dagsgöngur er 4.900 kr. og í helgarferðir 9.800 kr.
   Fararstjórar eru Stefán Birgisson, Unnur Jónsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Kristjana Birgisdóttir. Á kantinum er svo Kristíana Baldursdóttir.

   Skráning á skrifstofu Útivistar, í síma 562 1000 eða með tölvupósti á utivist@utivist.is.

   Fyrstur kemur, fyrstur fær - fjöldinn verður takmarkaður

   Lokaður hópur – aðeins fyrir þá sem greiða skráningargjaldið

   Næstu ferðir

   10. mars 2018

   Hrafnabjörg

   10. maí 2018 - 13. maí 2018

   Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall

  • Útivistar-
   gírinn

   Útivistargírinn

   Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

   Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

   Dagskráin hefst 4. apríl og stendur til 20. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

   Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

   Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 28. mars.

   Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

   Fjórir fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

   Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.