Dagsferðir

 • Dags:

  sun. 15. jan. 2017 - sun. 23. apr. 2017

  Brottför:

  Raðganga frá Reykjavík í Hvalfjarðarbotn.

  • Verð:

   27.500 kr.
  • Félagsverð:

   20.000 kr.
  • Nr.

   1700D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 2. apr. 2017 - lau. 12. ágú. 2017

  Brottför:

  Göngur á slóðir landnámskvenna. 

  • Verð:

   29.500 kr.
  • Félagsverð:

   22.000 kr.
  • Nr.

   1700D02
  • ICS
 • Dags:

  sun. 2. apr. 2017

  Brottför:

  Um miðbik Borgarfjarðar námu þrjár konur sín hvora jörðina, hlið við hlið. Í landnámu segir „Arnbjörg hét kona; hon bjó at Arnbjargarlæk“. En Arnbjörg var ekki ein um landnám á þessum slóðum. Nágrannar hennar voru þær Þórunn og Þuríður spákona sem áttu samliggjandi lönd. Þórunn bjó á Hamri en Þuríður á Gröf. Gengið verður frá Hamri upp að Gröf og þaðan áfram upp á Skálafell og út á Hallarmúla. Þá verður stefnan tekin til baka að Arnbjargarlæk. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1704D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 9. apr. 2017

  Brottför:

  Frá Maríusandi verður gengið um svokallaða Hlein og áfram inn með strönd Hvalfjarðar. Komið að Hvammi og Hvammsvík þar sem var aðsetur yfirmanna í herstöðinni í Hvalfirði. Gengið upp að Skeiðhól og fram hjá klettinum Steðja. Síðan verður gengið niður að Hvítanesi þar sem óbreyttir hermenn voru vistaðir. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.960 kr.
  • Nr.

   1704D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 16. apr. 2017

  Brottför:

  Selvogsgata er gamla þjóðleiðin milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Lagt verður af stað úr Lækjarbotnum. Þar var fyrsta vatnsveita Hafnfirðinga og eru leifar hennar greinilegar. Áfram verður haldið eftir vel markaðri slóð upp að Bláfjallavegi. Komið verður við á ýmsum stöðum s.s. hjá Gráhellunni, í Kershelli og Setbergshelli. Áhugaverð ganga um slóðir sem tengjast sögu þjóðarinnar. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.960 kr.
  • Nr.

   1704D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 23. apr. 2017

  Brottför:

  Frá Hvítanesi verður gengið áfram að Fossá þar sem er gömul rétt og einnig er gömul brú uppi í gljúfrinu. Gamla veginum verður fylgt að hluta og gengið niður að Brynjudalsvogi og áfram um Gerðistanga inn í Hvalfjarðarbotn. Gangan endar við gamla Botnsskálann. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.960 kr.
  • Nr.

   1704D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. apr. 2017 - lau. 7. okt. 2017

  Brottför:

  Göngusyrpa þar sem inniheldur göngur á 12 fjallstinda.

  • Verð:

   57.500 kr.
  • Félagsverð:

   50.000 kr.
  • Nr.

   1700D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. apr. 2017

  Brottför:

  Vörðufell er eitt af einkennisfjöllum Árnessýslu og sést víða að. Á fjallinu miðju er vatn sem heitir Úlfsvatn. Gengið frá Birnustöðum upp Úlfsgil og á hæsta tindinn í umdæmi Skeiðamanna. Haldið þaðan að vatninu og norður eftir fjallinu að hæsta tindinum í umdæmi Biskupstungnamanna. Farið niður af fjallinu norðan megin á móts við bæinn Iðu. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1704D05
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. maí 2017

  Brottför:

  Gangan hefst skammt frá Kiðjabergi og verður gengið meðfram Hvítá, umhverfis Hestfjall uns komið er að eyðibýlinu Gíslastöðum. Þaðan verður gengið á fjallið. Af toppnum er gott útsýni og sagt er að í góðu skyggni sé unnt að greina þaðan 20-30 kirkjur. Í Hestfjalli sunnanverðu má greina markaða brimhjalla frá þeim tíma er Suðurlandsundirlendið lá undir sjó. Haldið til baka meðfram strönd Hestvatns. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1705D01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 21. maí 2017

  Brottför:

  Þórunn hét kona, móðursystir Þorsteins Ásgrímssonar Úlfssonar eða Þorsteins tjaldstæðings. Hún nam Þórunnarhálsa alla við Heklurætur. Landnámið náði yfir Næfurholt og Haukadal en þar eru nú nokkrar þjóðkunnar jarðir. Aðrar konur höfðu numið land á þessum slóðum og eru örnefni kennd við þær. Gengið verður frá Tröllkonugili upp á Næfurholtshálsa, upp fyrir Kjaftvíðagil og Tröllkonugil og þaðan í Næfurholt. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   1705D02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 28. maí 2017

  Brottför:

  Búrfell í Grímsnesi sést víða að enda skyggja fá fjöll á það. Þar er ýmislegt að sjá, t.d. leynist vatn við toppinn og steinbogi í hlíðum fjallsins. Farið frá kirkjustaðnum Búrfelli upp á efsta hluta fjallsins. Haldið niður af því í átt að Írafossi og gengið með Soginu. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   1705D03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. jún. 2017 - mán. 5. jún. 2017

  Brottför:

  Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtutindum á Þórsmerkurleið. Í fyrstu er mjög bratt upp á Litluheiði en síðan er jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum, móbergshrygg sem gengur upp í gegnum jökulinn. Farið verður norðan þeirra en síðan suður yfir þau og upp með þeim að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Ganga á Eyjafjallajökul er næsthæsta mögulega fjallganga á Íslandi frá fjallsrótum að toppi. Veðurspá ræður hvaða dagur verður valinn.

  Frímiði í dagsferðir er ekki hægt að nýta í þessa ferð

  • Verð:

   18.300 kr.
  • Félagsverð:

   10.800 kr.
  • Nr.

   1706D01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. jún. 2017

  Brottför:

  Segja má að Ingólfsfjall blasi við augum hvaðan sem er á Suðurlandi og á sama hátt má segja að allt Suðurland blasi við af fjallinu. Lagt verður upp frá Þórustaðanámu á fjallinu sunnanverðu og komið til byggða við Torfastaði norðan þess. Hvort farið verður með brúnum fjallsins austanveðum eða haldið sem leið liggur á Inghól fer eftir veðri og vindum. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1706D02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 16. jún. 2017 - lau. 17. jún. 2017

  Brottför:

  Að venju verður boðið upp á næturgöngu um hina vinsælu gönguleið Leggjabrjót. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Frá Svartagili liggur leiðin um Öxarárdal að Myrkavatni, upptökum Öxarár. Síðan verður gengið um Leggjabrjót, með Sandvatni og yfir Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1706D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. júl. 2017

  Brottför:

  Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli. Kannski er það þess vegna sem ganga á jökulinn í góðu veðri er með því skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Lagt verður upp frá bækistöð vélsleðamanna á Jökulhálsi og að mestu fylgt sömu leið og þeir fara, þannig er öryggið best tryggt. Þegar upp er komið verður látið á það reyna hvort fært er á hæsta tindinn, Miðþúfu, en þar ræður mestu um hversu gljúpur snjórinn er.

  Frímiði í dagsferðir er ekki hægt að nýta í þessa ferð

  • Verð:

   18.300 kr.
  • Félagsverð:

   10.800 kr.
  • Nr.

   1707D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. júl. 2017

  Brottför:

  Hengillinn er áberandi fjall eða fjallaklasi. Farið verður upp Sleggjubeinsskarð um Innstadal og á Skeggja (Vörðuskeggja) sem er hæsti tindur Hengilsins. Þaðan verður gengið í áttina að Litla-Skarðsmýrarfjalli. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1707d02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. júl. 2017

  Brottför:

  Auður djúpúðga Ketilsdóttir sem stundum var nefnd Unnur eða Uður var landnámskona í Dölum og ættmóðir Laxdæla. Samkvæmt Eyrbyggju nam hún öll Dalalönd í Breiðafirði, á milli Skraumuhlaupsár og Dögurðarár og bjó í Hvammi. Í Laxdælu er Auður áhugaverð, rík og sterk kona. Vilborg Davíðsdóttir hefur ritað um Auði skáldsögurnar Auður (2009) og Vígroði (2012) sem eru gott nesti í þessa ferð auk Laxdælu. Leiðin liggur um héraðið og farið verður í stuttar göngur um sögusvið Laxdælu bóka Vilborgar. 

  • Verð:

   8.000 kr.
  • Félagsverð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   1707D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. júl. 2017

  Brottför:

  Búrfell rís upp sunnan við Botnssúlur ofan við bæinn Brúsastaði í Þingvallasveit. Gengið frá bænum að Öxará og ánni fylgt stuttan spöl þar sem gefur að líta minjar af gamalli virkjun, stíflu og aðfallsstokk. Þetta er frá þeim tíma þegar nokkuð var um að framtakssamir bændur virkjuðu bæjarlækinn til bættra lífsskilyrða. Frá ánni verður farið að og yfir Búrfellsgil og þaðan upp á Búrfell. V

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1707D04
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. júl. 2017

  Brottför:

  Skjaldbreiður er formfögur dyngja sem varð til í löngu hraungosi fyrir um 10.000 árum. Gangan hefst við gíghólinn Hrauk og verður að mestu farið um sendið hraun og hraunrima að gíg fjallsins. Þaðan liggur leiðin til austurs að Hlöðufelli. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1707D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. ágú. 2017

  Brottför:

  Ganga á Syðstu-Súlu, hæstu súlu í Botnssúlnaklasanum, er töluverð fjallganga í fallegu umhverfi. Botnssúlur eru elstu fjöll á Þingvallasvæðinu eða um tvö hundruð og sextíu þúsund ára gamlar. Þær eru stapi sem roföflin hafa mótað. Frá eyðibýlinu Svartagili í Þingvallasveit verður farið með Súlnagili vestanverðu. Stefnt í skarð norðan við fjallið og þar upp á hæsta tindinn. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1708D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. ágú. 2017

  Brottför:

  Geirríður systir Geirröðar bjó í Borgardal í Álftafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Geirríður lét setja skála sinn á þjóðbraut þvera og skyldu allir menn ríða þar í gegn. Þar stóð jafnan borð og matur á, gefinn hverjum er hafa vildi en þá ber að hafa í huga að „æ skal sér gjöf til gjalda“. Geirríður kann því að hafa verið fyrsti ferðaþjónustubóndinn, en líklegast er að hún hafi rekið veitinga- og gistiþjónustu, fremur en stunda hefðbundinn búskap. Um atburði þessa tíma má lesa í Eyrbyggju og í Glæsi, skáldverki Ármanns Jakobssonar. Gengið verður frá Kársstöðum upp á Eyrarfjall og norður eftir því út á Geirröðareyri. 

  • Verð:

   8.000 kr.
  • Félagsverð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   1708D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. ágú. 2017

  Brottför:

  Frá Stóra-Botni í Botnsdal liggur leiðin upp með Botnsá að austanverðu að hæsta fossi landsins, Glym. Þaðan verður stefnt á topp fjallsins. Af fjallinu er ágætis útsýni og gaman að kíkja af austurbrún þess yfir Hvalvatn. Farið niður af fjallinu að vestanverðu í Hvalskarð milli Hvalfells og Botnssúlna. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1708D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 27. ágú. 2017 - sun. 15. okt. 2017

  Brottför:

  Göngusyrpa þar sem gengið er umhverfis Esju.

  • Verð:

   19.500 kr.
  • Félagsverð:

   12.000 kr.
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 27. ágú. 2017

  Brottför:

  Fyrsti áfangi raðgöngu í kringum Esjuna hefst sunnanmegin við Þverá skammt vestan Hrafnhóla. Á leið upp með ánni glittir í Hátind, næsthæsta tind Esjunnar. Gengið eftir gamalli þjóðleið, sem nú er jeppaslóði, í Svínaskarð á milli Móskarðshnúka og Skálafells. Í hlíðum Þverfells má finna bláber og tína upp í sig á göngunni. Esjubergsflói er á aðra hönd umkringdur lágum formfögrum fellum. Þegar úr skarðinu kemur opnast sýn í norður en þaðan verður haldið niður Svínadal í gegnum sumarhúsabyggð að Kjósarrétt. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1708D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. sep. 2017

  Brottför:

  Á Skarðsheiði eru margar krefjandi gönguleiðir. Ein sú áhugaverðasta er að ganga eftir fjallinu endilöngu. Frá Geldingadraga verður haldið á fjallið og hreppamarkalínunni fylgt lengst af. Farið eftir fjallshryggnum og topparnir þræddir að Heiðarhorni sem er hæsti tindurinn. Göngunni lýkur við Efra-Skarð í Skarðsdal. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1709D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 10. sep. 2017

  Brottför:

  Frá Kjósarrétt liggur leiðin í vestur meðfram norðurhluta Esjunnar. Þegar kemur fyrir Möðruvallaháls opnast sýn inn Eyjadal að Móskarðshnúkum. Gengið undir hlíðum Sandfjalls að Meðalfellsvatni sem fjöllin hafa vakað yfir í þúsund ár. Frá Grjóteyri liggur leiðin meðfram fjallsrana sem skagar í átt að vatninu og í gegnum sumarhúsabyggð að Eilífsdal. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1709D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. sep. 2017

  Brottför:

  Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga líkt og Esjan er bæjarfjall höfuðborgarbúa. Á Hafnarfjall eru margar gönguleiðir þó svo að flestir kjósi að ganga eftir hryggnum sem liggur samsíða þjóðveginum. Nú verður farin sérlega spennandi leið upp Klausturtunguhól og um þrönga geil í hamrabeltinu. Síðan verða tindar fjallsins þræddir í vesturátt á hæsta tindinn, Gildalshnúk.

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1709D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 1. okt. 2017

  Brottför:

  Haldið frá Eilífsdal með hlíðum Þórnýjartinds, Tindstaðahnúks, Dýjadalshnúks og Lág-Esjunnar. Sums staðar verður gengið eftir gömlum aflögðum vegum, yfir brú og eftir fjárgötum. Á leiðinni eru margir áhugaverðir staðir svo sem Kerlingagil sem er jarðfræðilega áhugavert. Farið verður um Þjófaskarð en spottakorn fyrir ofan það var bruggað á bannárunum. Þá verður farið um Tíðaskarð þar sem fyrst sást til fólks á leið í messu í Saurbæ á Kjarlanesi. Þaðan liggur leiðin fyrir Blikdal sem er lengsti dalur Esjunnar en þar var haft í seli fyrr á tíð. Gangan endar svo í Grundarhverfi. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1710D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. okt. 2017

  Brottför:

  Af Akrafjalli er mikið útsýni og þar má sjá fjallgarðana beggja vegna við Faxaflóa. Gangan hefst við mynni Berjadals og gengið á Geirmundartind. Síðan verður tekinn stór hringur á fjallinu yfir á Háahnúk. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1710D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 15. okt. 2017

  Brottför:

  „Esjan glóir, gulli lík“ segir í Breiðfirðingavísum Ólínu Andrésdóttur og það eru orð að sönnu. Um það hvaða hluti Esjunnar er fallegastur má deila en þar sem gangan hefst eru stórfengleg gljúfur og gil. Frá þeim hefur runnið mikið magn af jarðvegi svo myndast hafa aurkeilur sem í tímans rás hafa tekið af tún og bæi. Í Kjalnesingasögu er getið um Esju sem var forn í brögðum og bjó hún á Esjubergi. Þar verður gengið fyrir ofan tún og síðan stiklað yfir Gljúfurá. Á leið austur með Esjunni má njóta haustlitanna þar sem gengið verður eftir skógarstígum. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.600 kr.
  • Nr.

   1710D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 22. okt. 2017

  Brottför:

  Gengið verður upp á Trölladyngju af Höskuldarvöllum og þaðan yfir að Spákonuvatni, fyrir Sogin og á Grænudyngju. Af Grænudyngju liggur leiðin eftir misgengi niður á jafnsléttu. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.960 kr.
  • Nr.

   1710D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 29. okt. 2017

  Brottför:

  Þórustaðastígur liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, yfir Vesturháls (Núpshlíðarháls) að eyðibýlinu Vigdísarvöllum. Leiðin liggur yfir Reykjanesbraut og Grindavíkurgjá, framhjá Keili og Driffelli. Á móts við stóra gíginn við norðurenda Selsvalla liggur leiðin yfir hraunhaft og upp gilið andspænis gígnum. Þegar komið er upp á fjallið sveigir leiðin til suðurs í átt að Vigdísarvöllum. 

  • Verð:

   7.500 kr.
  • Félagsverð:

   3.960 kr.
  • Nr.

   1710D05
  • Suðvesturland

  • ICS


  • Lengri ferðir

   Lengri ferðir

   Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. 

   Næstu ferðir

   28. júní 2017 - 2. júlí 2017

   Laugavegurinn

   29. júní 2017 - 2. júlí 2017

   Sveinstindur - Skælingar

   29. júní 2017 - 2. júlí 2017

   Strútsstígur

  • Mynda-
   kvöld

   Myndakvöld

   Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

   Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

   Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

   Öll herlegheitin kosta aðeins 1.200 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

   Næstu ferðir

   3. apríl 2017

   Myndakvöld 3. apríl

  • Skíða-
   ferðir

   Skíðaferðir

   Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

   Næstu ferðir

   8. apríl 2017 - 9. apríl 2017

   Landmannalaugar í samvinnu við jeppadeildina

  • Fjalla-
   refir

   Fjallarefir

   Fjallarefir fögnuðu fimm ára gönguafmæli á síðasta ári og enn á ný skal haldið á vit íslenskrar náttúru í góðum félagsskap. Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

   Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. Námskeiðið hefst í janúar og líkur í maí.

   Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum. Sá háttur verður hafður á þessu fjallarefanámskeiði að þátttakendur leggja til ferðir í „hugmyndakrukkuna“ og við lok dagsferðar er dregið út leiðarval næstu laugardagsgöngu.

   Hámarksfjöldi: 40 manns.
   Námskeiðsverð: 30.000 kr.

   Næstu ferðir

  • Útivistar-
   gírinn

   Útivistargírinn

   Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

   Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

   Dagskráin hefst 5. apríl og stendur til 21. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

   Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

   Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 29. mars - smelltu hér til að skrá þig.

   Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

   Fimm fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Kristey Briet Gísladóttir, Hrefna Jensdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

   Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.

    

   Næstu ferðir