Grænihryggur - Augað - Fullbókað

Dags:

lau. 31. ágú. 2024 - sun. 1. sep. 2024

Brottför:

frá Mjódd kl. 07:00

  • Skáli

Fullbókað, sendið póst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

Ferð á Grænahrygg og Augað, gist verður í eina nótt í Landmannalaugum.

 Lagt verður af stað kl. 7 úr Reykjavík og ekið inn að Kýlingum þar sem gangan hefst. Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Nokkuð er um hækkun og lækkun á leiðinni um stórkostlegt og litríkt landslag þar til Grænahrygg er náð. Ef ekki eru vatnavextir í Jökulgilskvísl verður gengið frá Grænahrygg um Jökulgilið og Uppgönguhrygg í Landmannalaugar. Annars verður gengið til baka að upphafsstað göngu og rúta ekur hópnum inn að Landmannalaugar þar sem gist verður. Tilvalið að taka slaka á eftir göngu dagsins í heitum laugunum.

Reikna má með 16-20 km göngu sem tekur ca. 8-10 klst. Nokkuð er um vöð á leiðinni og góðir vaðskór því nauðsynlegir. Ganga um Uppgönguhrygg getur verið krefjandi fyrir lofthrædda.

Á sunnudagsmorgunn er haldið af stað eftir morgunmat og ekið um Dómadalsleið að upphafsstað göngu fyrir neðan Rauðafoss.  Gengið er upp með Rauðafossi að upptökum Rauðufossakvíslar þar sem sjá má dulmagnaða náttúrusmíð er nefnist Augað.

            Gangan tekur um 4 klst. og er 10 km löng.

Fararstórar eru Ása Ögmundsdóttir og Eydís Líndal Finnbogad.

Verð 34.000 kr.

Nr.

2408H03