Verð og skilmálar

Verð ársins 2018

Maki félagsmanns og börn yngri en 18 ára njóta sömu kjara og félagsmaðurinn. Í ferðum á vegum Útivistar fá börn 6 ára og yngri frítt og börn 7-17 ára greiða hálft gjald. 
Félagsmenn þurfa ávallt að framvísa gildu félagsskírteini til að njóta félagskjara.
Félagsaðild í Útivist árið 2018 kostar 7.500 kr.

Gisting: Almennt verð Félagsverð
  Skálagisting í Fimmvörðuskála 6.500 kr. 3.500 kr.
  Skálagisting í Básum 6,000 kr.   3.000 kr.
  Skálagisting í Álftavötnum, Skælingum eða Sveinstindi 5.000 kr. 2.800 kr.
  Skálagisting í Dalakofa 5.500 kr. 3.000 kr.
  Skálagisting í Strút 5.500 kr. 3.000 kr.
  Aðstöðugjald tjaldgesta 1.500 kr. Frítt 
  Sturta 500 kr. 500 kr. 
  Viðvera 500 kr. 500 kr. 
  Viðvera með aðstöðu í skálanum  1.000 kr. 1.000 kr. 
  Forbókun á viðveruhúsi, eitt gjald fyrir hóp 2.500 kr. 2.500 kr. 
Ferðir:    
  Laugavegur - 5 dagar  kr.   kr.
  Laugavegur - 6 dagar    
  Sveinstindur-Skælingar   kr.  kr.
  Strútsstígur   kr.  kr.
  Fimmvörðuháls - 2 nætur  kr.  kr.
  Fimmvörðuháls - 1 nótt  kr.  kr.
  Jónsmessunæturganga - Gist í skála   kr.  kr.
  Jónsmessunæturganga - Gist í tjaldi   kr.  kr.


Börn á aldrinum 7-17 ára fá 50% afslátt og börn 6 ára og yngri fá ókeypis.

Kostnaður vegna skálavarðar í Básum að vetri til:
Skálavörður, fyrsti sólarhringur 48.000 kr.
Næsti sólarhringur 24.000 kr. bætist við.
Ef annar hópur, skiptist kostnaður á báða hópa. 

Skilmálar á ferðum


Vinsamlega athugið að staðfestingargjald, 8.000  kr., þarf að inna af hendi þegar ferð er pöntuð og greiða þarf að fullu fyrir ferð eigi síðar en 4 vikum fyrir brottför. Staðfestingargjaldið er óendurkræft. 

Útivist áskilur sér rétt til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki er næg þátttaka í ferð.

Útivist tryggir hvorki farþega né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð.  Farþegar eru hvattir til að vera með ferða-, forfalla- og slysatryggingar. Athugið að þessar tryggingar eru hluti af sumum fjölskyldutryggingum en rétt er að kynna sér það hjá viðeigandi tryggingafélagi. 

Afturköllun eða breytingar á pöntun á ferðum
Hægt er að afturkalla 4 vikum fyrir brottför eða fyrr, án kostnaðar, sé það gert innan viku frá pöntun. Sé pöntun afturkölluð með minna en 28 daga en meira en 14 daga fyrirvara heldur Útivist eftir 25% af verði ferðarinnar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi. Berist afpöntun með skemmri en 14 daga en meira en 7 daga fyrirvara á Útivist kröfu á 50% fargjaldsins. Berist afpöntun með skemmri en 7 daga en meira en 4 daga fyrirvara heldur Útivist eftir 75% af verði ferðarinnar en sé fyrirvarinn aðeins 3 virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar. Staðfestingargjaldið er óendurkræft. 

Ef helmingur ferðar er greiddur með krítarkorti þá gilda sömu reglur varðandi forföll og við kaup á ferðum til útlanda. Athugið þó að skilmálarnir fara eftir því um hvaða kort er að ræða og því er ferðamönnum bent á að kynna sér þá skilmála sem gilda fyrir kortin. 

Vakin er athygli á að mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki til líkamsræktar. Margir nýta þessa styrki til að ferðast með Útivist.  Því hvetjum við félagsmenn okkar til að kanna hvað þeim stendur til boða hjá sínu stéttarfélagi.  Leynist þar kannski möguleiki til enn frekari þátttöku í ferðum Útivistar. 

Athugið að gjafabréf stéttarfélaga eða önnur sambærileg afsláttarkjör gilda ekki á ferðum sem eru á sérstökum afslætti.

Skilmálar á skálabókunum

Ef afbókun berst 7 dögum fyrir gistinótt eða fyrr endurgreiðir Útivist allt nema staðfestingargjaldið, 1.000 kr. á hvert gistipláss.

Ekki er endurgreitt ef að afbókun berst innan viku frá gistinótt.

Vinsamlegast gangið vel um skála Útivistar og skiljið við þá eins og þið viljið koma að þeim.  • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

  Næstu ferðir

  3. mars 2018 - 4. mars 2018

  Fimmvörðuháls

  24. mars 2018 - 25. mars 2018

  Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

  7. apríl 2018 - 8. apríl 2018

  Fjallabak syðra

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.

  Næstu ferðir

 • Everest

  Everest 2018

  Everest-hópur Útivistar er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill reyna á sig í hressilegum fjallgöngum. Boðið verður upp á þríþætta dagskrá, sjá hér fyrir neðan:

  Kvöldgöngur á miðvikudögum kl.18 (1 ½ - 2 klst)
  10. janúar - 21. mars => 11 göngur
  5. september - 21. nóvember => 12 göngur

  Dagsgöngur – 2. laugardag í mánuði
  20. janúar – Akrafjall
  10. febrúar – Grindarskörð-Kistufell
  10. mars – Hrafnabjörg
  14. apríl – Skarðsheiði endilöng
  9. júní – Eiríksjökull
  8. september – sjö tindar Hafnarfjalls
  13. október – kringum Botnssúlur
  10. nóvember – Hengilssvæðið
  8. desember – jólaóvissuferð

  Helgarferðir
  10.-13. maí - Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall
  10.-12. ágúst – Ólafsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður

  Kvöldgöngurnar (23 talsins) eru innifaldar í skráningargjaldi sem er aðeins 30.000 kr. Verð í dagsgöngur er 4.900 kr. og í helgarferðir 9.800 kr.
  Fararstjórar eru Stefán Birgisson, Unnur Jónsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Kristjana Birgisdóttir. Á kantinum er svo Kristíana Baldursdóttir.

  Skráning á skrifstofu Útivistar, í síma 562 1000 eða með tölvupósti á utivist@utivist.is.

  Fyrstur kemur, fyrstur fær - fjöldinn verður takmarkaður

  Lokaður hópur – aðeins fyrir þá sem greiða skráningargjaldið

  Næstu ferðir

  10. mars 2018

  Hrafnabjörg

  10. maí 2018 - 13. maí 2018

  Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 4. apríl og stendur til 20. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 28. mars.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fjórir fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.