Sumarleyfisferð jeppadeildar - Laufrandarleið – Dyngjufjalladalur

Dags:

lau. 20. júl. 2024 - þri. 23. júl. 2024

Brottför:

Auglýst síðar

  • Tjald

Fjögurra daga jeppaferð um slóðir norðan Vatnajökuls. Ekið um Búðarháls og fossinn Dynkur heimsóttur. Þaðan er haldið sem leið liggur í Nýjadal þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Nýjadal er haldið austur yfir Skjálfandafljót og um Laufrandarleið í Réttartorfu þar sem gist verður. Úr Réttartorfu liggur leiðin að Mývatni þar sem gefst færi á að fylla eldsneytisgeyma áður en ekið er að Heilagsdal þar sem gist er þriðju nóttina. Þaðan liggur leiðin um Krákárbotna í Dyngjufjalladal, en dagurinn endar í Herðubreiðarlindum. Lok formlegrar ferðar eru í Herðubreiðarlindum en þaðan er hægt að halda þægilega leið til byggða eða halda áfram að njóta einstakrar náttúru á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Ferðin er skipulögð sem tjaldferð en jafnan er gist í nágrenni við fjallaskála og geta þeir sem það kjósa frekar pantað sér gistingu í skálunum.

Fararstjóri: Skúli H. Skúlason

Verð 20.000 kr.

Nr.

2407J01